Partýleikir

11. maí 2006

Jæja, annað kvöld er starfsmannahóf hjá Umferðarstofu. Sem er alveg ótrúlegt rangnefni, þar sem ég minnist þess ekki að starfsmenn hafi sýnt hóf á slíkum samkomum hingað til. En já, mig bráðvantar skemmtilegar hugmyndir að partýleikjum fyrir kvöldið.

Þar sem þið sem skrifið hér eruð öll svo bráðskemmtileg að ég fæ heilablóðfall og hermannaveiki við tilhugsunina, þá datt mér í hug að þið gætuð lumað á einhverjum góðum leikjahugmyndum.

Sá sem stingur upp á besta leiknum fær í verðlaun axla- og herðanudd frá mér. En ég vona að þið komið samt með einhverjar hugmyndir. Athugið að nuddið er framseljanlegt, t.d. til ykkar versta óvinar.

PS: Ég lofa að næsta færsla verður skemmtileg, er farinn að fá samviskubit yfir leiðinlegheitunum hérna.


Tjáskipti

Elín

Hvað verða margir? teljast drykkjuleikir með? ég kann bara svoleiðis :) Hvað með singstar? oft erfitt að starta því en í lok kvöldsins þá þarf yfirleitt að ná míkrafóninum af fólki með kúbeini, sérstaklega þeim sem þverneituðu að syngja í upphafi.

Hugi

Elín, þú ert stelpa að mínu skapi, en við ætlum að reyna að sleppa drykkjuleikjunum. A.m.k. svona fram undir kvöldmatarleytið :-). Singstar kom til tals, en þar sem hér vinna þrír af fimm verstu söngvurum í hinum þekkta alheimi ákváðum við að sleppa því. Við viljum ekki lenda í Douglas Adams-senu þar sem fólk er að naga af sér útlimi til að sleppa lifandi frá söng. Ég er eins og þú, ef það er ekki drykkjuleikur þá kann ég ekkert. Nema kannski skotbolta. Og sannleikann eða kontó. Og ég bara veit ekki hvort það er stemning fyrir því.

anna

Fariði bara í flöskustút og málið er dautt.

Hugi

Flöskustútur, já! En það er ekki nema hálf sagan - hvað eiga þeir að gera sem flöskustúturinn bendir á? Images. In my head. So wrong!

Simmi

Klassískur partíleikur er actionary - þetta er sem sagt útgáfa af pictionary þar sem þér er gert að leika það sem þú átt að teikna - pictionary er reyndar líka skemmtilegur partíleikur - en spurning hversu stórt partíið er. Singstar er líka alltaf snilld þrátt fyrir lélegar raddir - það er eiginlega bara skemmtilegra þannig:-)

Hugi

Simmi frábær hugmynd, en þetta eru 25 manns og það var einu sinni reynt að spila Actionary með öllum hópnum. Einu sinni. Það er ennþá talað um þann viðburð á slysadeild Landspítalans, þar sem sá dagur er kallaður "svarti föstudagur" eða "blóðnóttin". Það var ekki hægt að flytja bíla inn til Íslands í tvær vikur.

Simmi

OK - ertu búinn að gúggla þetta? Ég fann haug á þessum slóðum - http://www.partygamecentral.com/

Hugi

Jújú, ég gúglaði. Hvað heldurðu maður :-). En mér finnst þið bara svo miklu skemmtilegri en Google. Og hver veit nema við gætum fundið upp nýjan partýleik? Ég kom raunar með hugmynd að einum í dag sem heitir "brennum stofnunina" en hann fékk alveg furðanlega slæmar viðtökur.

Simmi

Já, við lumum á ýmsum góðum hugmyndum - ég hef setið og hlustað á misgóða brandara á svona kvöldum, séð menn (og konur) eiga frábær móment í limbókeppnum, kveðast á og tekið þátt í mjög skemmtilegum útgáfum af poppunkti:-)

Gestur

Eitt fyndnasta atriði sem ég hef séð í veislu var smá "kit", sem lagt var við disk hvers og eins fyrir borðhaldið, í því voru tvær stórar kanínutennur sem fólk þurfti að setja upp í efri góm og tveir hvítir pappadiskar, gataðir í miðjunni, sem smeygt er yfir sitt hvort eyrað. Þegar þetta er komið upp, sér framhaldið um sig sjálft. Það er maður getur ekki hætt að hlæja að hinum og þeir að manni. Svo eru auðvitað teknar myndir af öllum.

Hugi

Gestur, góð tillaga :-).

Gestur

:D PS. Jafnvel þegar þú ert "leiðinlegur" ertu fyndinn ;)

Elín Björk

heyrðu sko. Ég var á svona "mini" árshátíð á sunnudaginn og þar var ein buín að prenta út allskonar tilvitnanir og svoleiðis, lagði eina slíka undir hvern salat disk og svo mátti liðið lesa þetta upp svona á milli rétta. Var bara þónokkuð skemmtilegt, og orðheppni maðurinn sem þú ert gætir ábyggilega gert þetta sérstaklega áhugavert. - Ef það er ekki matur má láta fólk draga miða upp úr hatti. Allar tilvitnanir hjá okkur byrjuðu á " mér er orðið ljóst að..."

Lindablinda

Spuna og leiklistaræfingar eru alltaf skemmtilegir leikir. Einn til að brjóta upp: Allir standa í hring. Einn byrjar á að gera hreyfingu með hljóði. Næsti maður tekur strax við og endurtekur það sem hinn gerði og þannig koll af kolli. Þegar kemur að þeim sem byrjaði endurtekur hann líka og næsti gerir nýja hreyfingu og nýtt hljóð sem allur hringurinn endurtekur. Best er að hvetja fólk til að hafa stórar skrítnar hreyfingar og kraftmikil hljóð. EInnig að láta hringinn ganga mjög hratt. Hægt er að gera sömu æfingu á annan hátt þó með því að allir eru á hækjum í byrjun - einn hoppar hátt upp og þá allir koll af kolli aftur. Farnir nokkrir hringir. Gott til að koma blóðinu á hreyfingu. Einnig gott til að þreyta óstýriláta. slidesmyndasjóv: 4 fara "upp á svið" Einn þeirra verður "skýrandi" hinir þrír eru "myndin" Hugmynd fengin utan úr sal eins og t.d. ...... Söguleg ferð kórs Umferðarstofu til Tansaníu. ........ Skýrandinn segir "klikk" - þá loka allir augunum, hann líka - á meðan raða "myndirnar sér upp í stellingar fljótt og ÁN ÞESS AÐ HUGSA. Skýrandinn segir "klakk", og allir opna augun og sjá myndina. Skýrandinn segir frá því sem er á myndinni, sem að sjálfsögðu tengist sögunni.(!!) Um að gera að segja ekki hið augljósa og vera absúrd. Stundum snýr myndin öfugt o.s.frv. .:-) Farið er yfir nokkrar myndir úr ferðinni. Skipt um lið ef stemmning. Textavélin: 3 þátttakendur. Ákveðinn er t.d. sjónvarpsþáttur á tungumáli (má vera bullíska - eins og t.d. þýsklingur)...... tveir leika atriði á bull máli og einn stendur á hliðarlínunni og þýðir það sem er sagt án tillits - bannað að hugsa - bara segja. Allt þetta vekur garanteraða kátínu. En hvert á annars að mæta í þessa gleði?

Lindablinda

Vá hvað þetta varð langt!!!!

Guðjón Helgi

hmm umferðarstofa hvernig væri að fara bara í matsbox bílaleik ? annars er þetta altaf spurning hversu náinn hópurinn er æskufélagar geta haft allt aðra leiki en vinnu félagar hvað þá bara kunningjar ! kv úr Sólinni ;)

anna

Þú verður þér út um mynd af einhverjum random hlut og lætur við hvern disk. Svo skiptist fólk á að standa upp og segja einhverja sögu um það sem þeim datt í hug þegar það sá myndina sem það fékk. Þetta kom allavega mjög vel út og var ferlega gaman þegar ég var þáttakandi í svona.

Óskar

Þegar þú, Hugi, minnist á drykkjuleiki og sannleikan og kontor þá rifjast upp fyrir mér nokkrir skemmtilegir leikir úr sukkpartíum menntaskólaáranna. Bendileikurinn (þú veist hvað ég meina): getur gert fólk gráhært og sköllótt og þig að miðpunkti æstra leikenda Ég hef aldrei: stórskemmtilegur drykkjuleikur "with a twist". Leikmenn skiptast á að koma með staðhæfingu. t.d. Hugi byrjar: "Ég hef aldrei verið í sokkabuxum." Þeir sem hafa verið í sokkabuxum verða þá að fá sér sopa... og reyndar líklegast Hugi líka í þessu tilfelli. Það er semsagt "leyfilegt" koma með staðhæfingu og drekka sjálfur. Það sem er svo skemmtilegt við þennan leik er að möguleiki á staðhæfingum er endalaus. Spyrjandi getur vísvitandi spurt nærgöngulla spurninga og svo hlær fólk á víxl þegar sumir drekka og aðrir ekki. Það sem er þó lang merkilegast við þennan leik er hve margir "uppljóstra" sín leyndar mál í hita leiksins. Algjör ice breaker og fínn til að koma svalli af stað... ef (á)Hugi er fyrir því

Hugi

Já, Elín, ég veit ekki hvort það er þorandi. Það væri örugglega frábært, en ég held að ég ætti á hættu að missa vinnuna þegar framkvæmdastjóri fyrirtækisins drægi miðann sem á stæði "Mér er ljóst að samkynhneigð mín hefur gert mig bitran og óhamingjusaman í hjónabandi. Og nefið á mér lítur út eins og blómkál." (ef ég mundi skrifa miðana, þá væru þeir allir af þessu tagi). Hehe, Linda góðar hugmyndir og í stuttu máli :-). En þegar þú skrifar "Best er að hvetja fólk til að hafa stórar skrítnar hreyfingar og kraftmikil hljóð" þá finnst mér að við höfum spilað þennan leik áður - á öllum starfsmannahófum Umferðarstofu. Hinir leikirnir gætu hinsvegar vel endað á prógramminu. Mættu bara í Borgartúnið, gleðin hefst kl. 17:00 :-). Guðjón, ég pældi ekki í því að 70% af fólkinu þarna yrði náttúrulega örugglega sátt við að fá bara leikfangabíl og sleikipinna. En það er ekki nóg fyrir mig sjálfan þar sem ég hef engan áhuga á bílum. Anna, já, voru þetta myndir af fólki eða hlutum eða hvað? Væri það of egócentrískt að dreifa mismunandi myndum af sjálfum mér og hlusta svo á alla tala um mig í svona tvo tíma? Óskar, við sórum þess dýran eið að fara ekki í þennan leik þótt skemmtilegur sé. Það er nógu erfitt að mæta í vinnuna á mánudögum þótt maður þurfi ekki líka að vita að Geir, tíræði ríkislögfræðingurinn, sagði "ég hef aldrei [ritskoðað] í svörtum sokkabuxum á meðan hundurinn minn [ritskoðað] og spörfuglar flugu upp í [ritskoðað] á forsætisráðherra meðan hann [ritskoðað] frosna síld og með fingurinn [ritskoðað] geit".

Siggi Óla

Uppáhaldsleikurinn minn er "fela pylsuna", en hann hentar kannski ekki í starfsmannapartí.

Einar

Ég held að þetta verði ömurlegt partý hvort sem er... bara rugl að vera að reyna að finna einhverja leiki sem enginn fílar hvort sem er... ég myndi bara slútta þessu núna áður en þetta byrjar...

Hugi

Siggi, ég steingleymdi "fela pylsuna" það er frábær leikur! Ólíkt skemmtilegri en leikurinn "Sjóðum pylsuna og borðum með steiktum, hráum og sinnepi". Já Einar, þetta eru súr ber :).

Jón Hafliði

Einn mjög skemmtilegur leikur, eða öllu heldur markmið, felst í því að sá sem gerir sig að mestu fífli um kvöldið fær vegleg verðlaun. Ég hef séð fólk vera í svoleiðis metingi í heilt kvöld og það var skemmtileg sjón....þangað til þeir kappsömustu voru reyndar bara orðnir óþolandi.

baun

kann bara einn svona leik. hef séð hann virka vel, en þetta er auðvitað gömul hugmynd. þá er miða nælt á bak allra viðstaddra með nafni á persónu, lifandi, látinni, raunverulegri eða óraunverulegri (verður að vera þekkt) og fólk á að spyrja hvert annað já/nei spurninga (svona á milli sopa) til að komast að sínu nýja ídentiteti. galdurinn er að velja persónurnar (aliasarnir) af kostgæfni fyrir hverja manneskju og hafa þær fjölbreyttar. persónur geta verið t.d. Jóhann risi, Diddú, Lukku Láki, Plútó, Guðni Á., Gandhi, Gísli á Uppsölum, Edison, Hugh Hefner, Monica Levinsky..... þegar fólk er búið að finna persónuna sína á það að næla nafnspjaldinu framan á sig og skarta því sem eftir lifir kvölds (getur verið fyndið að tala við feitan forstjóra sem heitir Leoncie).

anna

wahahaha baun vinnur! (ekki myndir af fólki, <b>random hlut</b>)

anna

HUGI! ER EKKI HÆGT AÐ GERA BOLD???

Sveinbjörn

Ég kann einn góðan: nokkrar flöskur af einhverju nasty stöffi sem hægt er að staupa. Síðan er flaska og staup látin ganga hringinn, og þegar fyrsta manneskjan ælir, þá er partýið komið í gang. PS: Hugi, þú ættir að stækka letrið á síðunni þinni.

Gestur

Hugi, mér finnst síðan þín ljót á litin. (Datt þetta í hug fyrst fólk er hér á trúnó varðandi ýmislegt í uppsetningunni).

ElínE

Mér hefur reynst vel að hafa mig í veislum og hófum til að þau heppnist sem best. Mér hafa nefnilega alltaf leiðst partý og mannfagnaðir sem ég er ekki í. Þér er því velkomið að bjóða mér með, því fátt get ég hugsað mér andstyggilegra en að Umferðarstofu leiðist.

Harpa

Damnit ég er svo leiðinleg að ég á engan séns í þessi verðlaun. Enda sýnist mér á öllu að Huginn sé farinn í partýið. En... Til þess sem vinnur: "Ég er þinn versti óvinur og á skilið refsingu. Minni á framsal". hehehe

Daníel

Hugi mér finnst að þú ættir að setja titilinn á síðunni þinni inn í svona blink tag. Já og gera allan texta miðjujafnaðan og sleppa þessum bjánalegu boxum. Svo hefur nú smá bakgrunnstónlist aldrei sakað.

Kalli

Blink tags! Blink tags! Blink tags! Muahahahahaha... maður má ekki vera svona vondur við Huga. Hann hefur eflaust fengið slag við það eitt að sjá á þennan óþverra minnst. Geturðu ekki líka sett eitthvað algerlega gagnslaust Java dót á síðuna svo hún sé lengi að hlaðast inn?

Gestur

Kæri Hugi, nei, nei, mér finnst síðan þín ekkert ljót. En hún er kannski svolítið framsóknarleg á litinn. Hvenær kemurðu allur inn á, ber?

Hugi

Jæja. Frábærar hugmyndir, ég sé að það voru alvarleg mistök hjá mér að gefa mér ekki tíma til að rannsaka þennan hugmyndabanka eftir hádegi í gær. Held samt að ég hafi fengið hugboð frá ykkur, því gærkvöldið komst mjög nærri leiknum sem Sveinbjörn stakk upp á. Magnað kvöld. Við spiluðum bingó (já, ég veit, ég veit) og ég þreytti frumraun mína í bingóstjórnun. Og ég fullyrði að besta leiðin til að vera athlægi vinnufélaga sinna er að standa í ca. klukkutíma og lesa tölur af litlum hvítum kúlum. Voða gaman. Leikur kvöldsins var "stólaleikurinn" (musical chairs). Ég hélt að ég mundi rústa þessu, en datt svo úr leik eftir hörð slagsmál um stól við einn framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Þau enduðu með því að ég settist á herðarnar á honum, en ég var samt dæmdur úr leik, þar sem sá sem situr næst stólnum á víst vinninginn. Tæknilegt atriði segi ég. Ég átti þennan stól. ElínE, við skoðum hvað hægt er að gera næst :-). Harpa, þú þarft enga vinninga að vinna til að fá axla- og herðanudd, nóg að banka bara upp á og brosa fallega. Ég er sucker fyrir fallegu brosi. Gestur, jú, síðan mín er alveg afskaplega ljót og ég skammast mín meira fyrir hana en sárasóttina, en ég bæti úr því einhverntíman. Gæti mögulega haft tíma til þess einhverntíman áður en sólin þenst út og gleypir jörðina :-). Kalli og Daníel, ég hef hingað til ekki stundað ritskoðun í tjáskipunum, en ef orðið "blink tag" kemur fyrir aftur, þá gæti ég hugsanlega þurft að grípa til minna ráða. Með aðstoð lögreglu. Anna. Ég er mjög viðkvæmur fyrir þyngdinni á mér og er búinn að loka fyrir notkun bold-tagsins. Vinsamlegast ekki minnast á það aftur.

Gestur

Maður sem á net-vini eins og okkur þarf ekki stólpípu.

Gestur

Þessi er rosalega lélegur en mér datt ekkert betra í hug.

Kalli

Er sárasótt allt í einu orðið eitthvað til að skammast sín fyrir? Stolt skálda og annarra andans manna á 18. öld? Já... tímarnir breytast svo sannarlega. Þú hefur vonandi unnið hart að því að tilkynna tölurnar með hallærislegum rímorðum? „Þrjátíu og tveir, hvar ertu Geir?“ Talandi um það þá virðist, skv. kunningja mínum, sem svo að það sé að verða til Reykjavík Rhyming Slang í stíl við Cockney. Ég er búinn að hugsa mikið en ekki enn kominn með neitt gott. Þegar það gerist verð ég verri en John Thaw!

Gestur

John Thaw? Morse lögregluforingi? Ertu ekki að tala um hinn fjallmyndarlega David Thewlis? Reyndar eru þeir fæddir í Manchester og Birmingham. Það er eitthvað sem ég er ekki að fatta hérna.

Kalli

John Thaw = Regan í The Sweeny. We're the Sweeney and we 'aven't 'ad our lunch yet.

Fía

Mótmæli af öllum kröftum dissinu á lúkkið hérna. Síðan er hreinasta dásemd á að líta.

Hugi

Gestur, það er alltaf hægt að nota góða stólpípu! Ég tala nú ekki um ef það er kaffi-stólpípa, sem mér skilst að sé eitt það mest hressandi sem hægt er að veita sér. Oft velt því fyrir mér hvort það væri ekki skemmtileg tilbreyting við dökka súkkulaðið og kaffibollana eftir matarboð. Kalli, ég skammast mín svo sem ekki fyrir sárasóttina, en bíð spenntur eftir að sjá hverju hún skilar mér - hvort ég verð t.d. misskilið skáld eða ruglaður hershöfðingi. Möguleikarnir eru óendanlegir. Ég reyndi vissulega að "spæsa" upp bingóið, með alveg hörmulegum árangri. Tölustafir eru alveg merkilega vont efni til að vinna úr þegar maður stendur á sviði. Þarf þó að muna eftir ríminu næst, held að það hefði alveg slegið í gegn. Heyrðu, áttu til einhver góð dæmi um hið reykvíska rímslangur? Maður verður að fara að læra svo maður detti ekki úr innsta hring. Takk Fía :-).

Kalli

Veistu, ég er búinn að gleyma þessum tveimur dæmum sem mér voru gefin. Eftir nokkrar rannsóknir hef ég líka komist að þeirri niðurstöðu að íslenska henti illa fyrir bæði rímslangur og til að krydda upp bingótölur.

huummm

MÚHAHAHAHAHAHAHAHA

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin