A Christmas Carol. Styttri útgáfan

26. desember 2006

Vaknaði í fyrrinótt við að það var bankað á gluggann hjá mér. Sem mér fannst einkennilegt, þar sem ég bý á annarri hæð. Ég tók agúrkusneiðarnar af augunum á mér og leit út um gluggann, en þar sveif alveg einstaklega óaðlaðandi eldri maður með sultardropa á nefbroddinum. Þegar hann sá að ég var vaknaður, ræskti hann sig, fór að baða út höndunum og sagði "úúúúh, bööööh, ég er andi liðinna jóla, nú ætla ég að sýna...".

Ég stóð upp, skellti glugganum, dró fyrir og fór aftur að sofa. Hef ekki tíma fyrir svona rugl.


Tjáskipti

inga hanna

snilld :)

Elín

ha ha ha...kjáni

baun

flott, ég hefði gert nákvæmlega það sama í þínum sporum

Miss G

Hérna, Hugi, borðar þú Cheerios?

Fríða

Sammála, það er margt annað gáfulegra sem hægt er að nota tímann í.

Hugi

Miss G... Cheerios?

Miss G

http://www.anna.is/weblog/2006/12/post_500.html

Þór

Hugi er ekki nógu veruleikaþvældur og vitundarskertur til að gera svona nokkuð lagað :-) Og það þótt hann sé austfirðingur >;o)

Hugi

Ónei, óóóónei, ég á sko ekki þennan Cheeriospakka. Ég á hinsvegar langan fyrirlestur til handa þeirri vesælu lífveru í stigaganginum sem fattar ekki alveg hvernig svona ruslarennur virka, né hvernig hægt er að setja rusl og úrgang í svokallaða "poka". Veit ekki hvort þið hafið öll heyrt um þessa nýjung, "poka", en hún er virkilega sniðug. Þetta eru eins og töskur, nema úr þunnu plasti og má henda. Ég sver það, næst þegar ég sé einhvern nágranna minna henda óvarinni kúkableiu í ruslarennuna á minni vakt...

Lína

Makríllinn á bleyjuterroristana.. virkar jafnvel og á sænsku skrattana.. slakar bólginni dósinni niður í rennuna.. þannig að hún springur við minnsta hnjask.. þá fá grannarnir fyrir ferðina þegar úrgangur erfingja lendir óvarinn í rörinu.. Árið, annars, Hugi. Lína (nett "blue" eftir jól með Billie)

Þór

Spurning hvort ekki sé hægt að fá einhvern vesturbæjarsnillinginn til þess að smíða diaperdetector í rennuna ? Sem svo henti úrgangsvöndlinum aftur í hendanda ?

Mjása

En hefur kisa óskað þér gleðilegs nýs árs? Er ég kannski sú fyrsta? Anyway, gleðilegt nýtt ár með þökk fyrir skemmtilega afþreyingu á árinu sem er að líða.

Þór

Já auðvitað ! Hvernig lætur maður B-) Gleðilegt ár og takk fyrir allt á liðnu. Sérstaklega þetta sem fær mann til að skella uppúr á einhverri há-alvarlegri samkomu og gera sjálfan sig að fífli. Það er ómetanlegt :-D Spurning hvort maður geti ekki lagt inn gott orð fyrir þig svo þú fáir listamannalaun fyrir að halda þessarri ágætu síðu uppi ? :o)

Hugi

Fyrirgefðu Lína mín, vona að þú sért ekki of blue eftir Billie-jólin :-). Þór, snilldarhugmynd. Mér finnst reyndar betri hugmynd að það kæmi einfaldlega kaðall úr loftinu og hengdi viðkomandi, en það er ágætt að henda bleijunni til baka líka. Gleðilegt ár og takk sömuleiðis, Mjása :-). Þór, listamannalaun? fín hugmynd :-). Gleðilegt ár meistari!

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin