Kreppulasagna

24. október 2008

Þessi kreppa er gjörsamlega að ganga frá mér. Við þurftum að nota nokkurra daga gamlan parmesan! Eins og villimenn!



Tjáskipti

hildigunnur

hvað er með að pína mann svona? :o

Hugi

I'm bad to the bone baby!

Esther

Er þetta ekki Barbie-þvottagrind þarna á mynd nr. 6?

Hugi

*hóst* Esther, hvernig dettur þér það í hug! Ég er alls, alls, ekki með barbie-fetish, ég safna dúkkunum aðeins vegna menningarsögu- og kynjafræðilegs gildis þeirra.

Esther

Nú? Ég man ekki betur en þú hafir sagt mér að þú værir með þetta dúkkusafn "í geymslu fyrir vin þinn sem hefði ekki pláss fyrir það".

Hugi

Það var örugglega Bratz-safnið mitt.

Hugi

Ég meina Bratz-safnið HANS.

Bjarni Þór

Jæja Hugi. Mér finnst skyndilega allt of langt síðan mér hefur verið boðið í mat á Hagamel.

Ósk

VAAAAÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!!

Arnaldur

Já, þetta er hrikalegt. Í kvöld drakk ég venjulegt Wolf Blass Cab. Sauv. 2006 með matnum en ekki President Selection. Þessu verður að linna. Vill ekki einhver hugsa til barnanna!?!

Eva

Skamm Hugi!!!!! Vorum við ekki búin að ræða þettta!!!!! Það er búið að vera vont veður OFT sl daga!!!!! SKAMMMMMMM

skuggadísin

..og ég var ekki þarna af því að????????

Siggi

Það er hræðilegt að sjá hvernig er komið fyrir þér Hugi minn, hvern hefði grunað að þú þyrftir að grípa til svona örþrifa ráða. Og Arnaldur, það er rétt að þegar menn geta ekki fengið President Selection-ið sitt með matnum þá fyrst er allt farið til andskotans.

Miss G

En hvar er uppskriftin? (Slurp)

Hugi

Veit hvað þið meinið, Arnaldur og Siggi. Ég er farinn að vaska upp með einhverju ógeði sem heitir "Þvol" - gjaldeyrisbullið hefur hækkað verðið á venjulega uppþvottaleginum mínum (morgundögg af frönskum lárvið) upp úr öllu valdi. Þetta er allt mjög erfitt fyrir mig. Miss G. úr því þú biður svo fallega, Uppskriftin er væntanleg á öll betri Internet nálægt þér! http://feedr.karlmenn.is/ Eva, satt og rétt. Og veðrið hérna fer stöðugt versnandi... Stöðugt... Skuggadís... Vegna þess að þú varst annarsstaðar, kannski? Ég auglýsti eftir þér í lögbirtingarblaðinu og ekkert gerðist. Bjarni minn, ísskápurinn að Magahel er alltaf fullur. Ef þú birtist hér í dyrunum með rauðvínsflösku þá hendi ég þér alveg áreiðanlega ekki út. Og ef þú birtist með koníaksflösku þá hleypi ég þér jafnvel inn.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin