Aðalfundur húsfélagsins nálgast og ég veit að ég er dæmdur maður, því ég mun enda í hússtjórn. Þegar ég sá tilkynninguna um húsfundinn leið mér eins og fanga í Auswitsch að lesa "Félagar, gleðjumst nú saman því stóri baðdagurinn er á morgun."
Heilinn í mér er kominn á fullt við að finna flóttaleiðir. Besta hugmyndin hingað til er að leika mig snargeðveikan, fara t.d. alltaf úr buxunum niðri í anddyri þegar ég kem heim og bjóða öllum íbúum blokkarinnar gleðilegan plómudag eða eitthvað álíka þegar ég hitti þá á ganginum. En ég held að það sé orðið of seint núna.
Annað sem mér datt í hug var að fara niður í bæ á föstudaginn og ná mér í einhvern skelfilegan kynsjúkdóm, helst banvænan eða a.m.k. bráðsmitandi. Eða myrða einhvern nágrannann á mjög grafískan hátt og skilja eftir óræðar vísbendingar um að ég hafi verið að verki. Eða setja upp auglýsingu í anddyrinu um að ég sé að leita eftir sjálfboðaliðum í stormsveitir nýja fasistaflokksins míns. Hver þessara aðferða hefur samt ákveðna vankanta og óska ég því hér með eftir fleiri góðum hugmyndum.
Ef ég flyt aftur í fjölbýlishús ætla ég að skrifa Hûçi T. Ordarßon á dyrabjölluna mína og svara alltaf "Schple? Nô Sprezçki Islanzçki" þegar ég er ávarpaður. Þá hlýt ég að sleppa, því enginn vill sjálfviljugur umgangast útlendinga.
Já, það er erfitt að vera manneskja sem kann ekki að segja "nei" ;) Annars finnst mér stormsveitaauglýsingin ekki vera svo slæm hugmynd...
já definately ná sér í kynsjúkdóm. Er með slíka einmitt líka á lager rétt eins og nýyrðin.... kv. Kibba allt mulighed vöruhús
Þetta er nú dónalegasta tilboð sem ég hef lengi fengið, Ungfrú Kiðhildur.
Ég kann sko alveg að segja nei, Sveinbjörn, það er bara aldrei tekið mark á mér. Fundurinn verður einhvernveginn svona: "Hugi, viltu vera í stjórn?" "Nei takk" "Flott, þú ert formaður" Og já, ætli ég taki ekki bara SA-leiðina á þetta. Hún hefur líka þann kost að útiloka mig frá stjórnmálum um ókomna framtíð, sem er gott fyrir bæði mig og heiminn allan.
Svo er alltaf hugmynd að skrópa. Kenna leti um. Enginn vill letingja í hússtjórn, þá verður alltaf kúkalykt á stigaganginum. Drasl í hjólageymslunni og eitthvað vesen með hússjóðinn.
haha njóttu esskan ;)
Þú verður að heimta að vera gjaldkeri, láta fyrrverandi gjaldkera afsala sér prókúru, og tala mikið um skuldir og spilafíkn á fundinum. Ljúka honum með því að "skreppa aðeins í kassana"
Góð tillaga frá Pétri hérna, hann hefur vinninginn sem stendur. Linda, ég reyndi að flýja til Danmerkur í hittiðfyrra og var bara samt kosinn í stjórn, þannig að ég veit að það virkar ekki.
...pólskunúmerið er eitt það fyndnasta sem ég hef lesið :-)
Það vill kannski enginn umgangast útlendinga en við útlendingarnir erum samt í hússtjórn hér í minni blokk. En þegar út í það er farið er það kannski ástæðan fyrir því að það eru liðnir margir mánuðir frá því að það hefur verið skipulagður stjórnarfundur utan míns vinnutíma.
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin