Mér hefur borist lesandabréf. Til að fyrirbyggja að það gerist aftur ætla ég að svara því. Það hefur aldrei leitt til góðra hluta að leita ráða hjá mér, og hvað þá að hlíta þeim - einn vinur minn gerði það einu sinni og það gerir hann aldrei aftur.
Vegna þess að hann dó.
Þetta á líka eftir að hjálpa mér að leiða hugann frá nýju trúuðu grönnunum mínum. Nú eru börnin þeirra flutt inn og byrjuð að hoppa um á kengúruprikum með háværum gormum, enn eitt mál fyrir mig til að taka fyrir á næsta húsfundi.
En já hér er bréfið:
Kæri Hugi.
Ég á enga karlkyns vini, en þar sem ég er mikill aðdáandi þinn og oft-á-dag-legur lesandi vefsins þíns, líklega vegna þess að þú ert með stælta vöðva og falleg augu og ótrúlegt hár og þessa litlu sætu spékoppa sem mig langar alltaf að narta í þegar ég sé þá, langar mig að varpa til þín spurningu.
Ég og maðurinn minn höfum ekki getað lifað eðlilegu samlífi undanfarna mánuði þar sem hann á við risvandamál að stríða. Þarna erum við, komin inn í rúm - ég nakin nema með fjaðurkúst á hausnum, annan fingurinn í eyranu og eitt svart eggaldin á milli brjóstanna, nákvæmlega eins og hann vill - en ekkert gerist. Hvað er til ráða? Eigum við að prófa lyf - og geturðu sagt okkur eitthvað um virkni lyfja sem gætu hjálpað?
Þín að eilífu,
Ein í vanda
Kæra Ein í vanda.
Ég er ekki hissa á að þú skulir skrifa nafnlaust því þetta er neyðarlegt vandamál og þú ættir ekki að tala um það við neinn, heldur loka það djúpt, djúpt inni og vona að það hverfi. Sem betur fer er leyndarmál þitt og nafnleysi vel varðveitt hjá mér og ég mun senda svar beint á netfangið olof.birgitta.jonsdottir@kaffistofa.landspitali.is, svo hafðu ekki áhyggjur.
En óháðar rannsóknir (já, ég er óháður) hafa sýnt að vandamál af þessu tagi eru undantekningalaust konunni að kenna. Líklega ertu ekki falleg lengur.
Það er stutta svarið.
En það er líka hugsanlegt að maðurinn þinn sé orðinn samkynhneigður eftir margra ára slæmt hjónaband og eigi viðhald (ég vil ekki segja karlhóru) á Kaffi Austurstræti. Þú ættir að athuga hvort hann lyktar af heróíni þegar hann kemur heim á kvöldin, það er oft greinilegasta vísbendingin um að vandamál sé til staðar.
Prófaðu að klæða þig sem karlmann til að koma honum til. Það er hægt að nálgast nauðsynlegan búnað til þess í flestum kjörbúðum bæjarins, einföld útgáfa af karlmannsbúningi er t.d. stór banani, bjórflaska og golfkylfa. Til að ná röddinni niður geturðu svo fengið þér Gunnar I. Birgisson'o'matic raddbreytimótorinn sem fæst í BYKO á kr. 1.990.
Annar möguleiki er að maðurinn þinn hafi hrifist af tíðarandanum í samfélaginu og glamúrmyndum í DV og sé farinn að leita langt, langt niður á við í aldri. Það vandamál hefur svipaða lausn og hið fyrra, nema þá notarðu snuð og fullorðinsbleiu (þær fást á góðu verði í sérverslun framsóknarmannsins við Frakkastíg) til að ná til hans aftur.
Haldið ykkur frá stinningarlyfjum, þau eru afbrigðileg og notkun þeirra er pervertismi og ekkert annað. Þú getur allt eins blásið upp smokk og límt á karlinn eins og að fóðra hann á pillum, það er jafn "alvöru".
Þinn vinur,
- Hugi
Guð... nú á ég sko eftir að leita til þín með mín vandamál. Kanntu annars að ventlastilla eldri vélina í Ford Ka? Kent mótorinn sko en ekki þennan með yfirliggjandi kambása.
Ka-inn þinn er bara... Ljótur. Og þú ert bara... Ljótur. Yfirliggjandi kambásar mamma þín. Æ, hvur grábölvaður, fyrirgefðu Kalli - ég hef sprengt aðra húmorpakkningu. Verð að fá að svara þessu síðar.
Ég var nú alveg við að fara í fóðringunum við að lesa þetta. Eins gott að ég er að fara í mat til mömmu því ég þarf sannarlega huggunar við.
Æ, fyrirgefðu Kalli, þig vildi ég síst allra manna særa. Manna segi ég, vegna þess að mér dettur strax í hug a.m.k. ein stelpa sem ég vildi síður særa. Vinir?
Æi, Hugi, þú veist ég get ekki verið reiður út í þig.
Get a room.
K og H: ofboðslega hlýnar mér um hjartarætur við að lesa svona falleg male bonding samskipti... Hugi: minntu mig á að senda þér aldrei bréf
Kalli, við eigum pantað herbergi á Nordica í kvöld. Vertu í rauða kjólnum. Og úff, ég var að koma inn og lesa aftur yfir þessa færslu. Rosalega verð ég mikill ruddi þegar ég dett í kaffið.
En bara ef þú verður með Týrólahattinn og í Lederhosen. Verstehen?
Ah, ég sendi mínar lederhosen í hreinsun. En ekkert mál, ég fer bara út og flái eitthvað af þessu fótboltabullum sem eru að taka upp öll bílastæði fyrir vestan læk núna. Plenty where that came from. Sjáumst!
Þú veist svo vel hvernig á að gleðja mig. Hefurðu það ekki KR-ing? Bara fyrir mig?
Hugi, ertu viss um að þetta sé ekki Metabo heilkennið ? Það lýsir sér þannig að ef það er verið að juða bornum í sama gatinu í lengri tíma, þá missir borinn bit og mátt. Hann getur jafnvel brætt úr sér ef ekki er að gætt. Þá er hægt að leggja borinn á, en það er einnig hægt að hressa upp á hann með því að bora í nýju gati... Ég held að það geti alveg verið málið. Það þurfi að bora nýtt gat. Það er ekki verra ef efniviðurinn sem nýja gatið er borað í sé úr yngra og þéttara efni en gamla gatið, því það er seigt og molnandi efni sem reynir mest á borinn...
Kalli, það er KR-ingur. Meira að segja tveir (mig langaði í bol í stíl). Sjáumst eftir korter. Þór, alveg rólegur - hugsaðu um börnin!
Undir rós maður ;) Undir rós ;)
Undir rós?? Þetta var orðið tvírætt strax í orðinu "Hugi" :-).
Hugo og Carlo, þið eruð hinir nýju Steini og Olli. Skál fyrir því. Ég er enn að þerra tárin.
Takk. Held ég. Ég vil bara alls ekki vita hvor er hvað. Og enn síður hvort það hafi eitthvað með top og bottum að gera... o_O
Og rétt að nota rétt nafn þegar maður svarar...
Mér datt ekkert betra tvíeyki í hug. Skiptir engu, þið eruð fyndnastir.
Oh... ég hefði náttúrulega frekar viljað að við værum Daniel Dravot og Peachy Carnehan. Ég þá auðvitað Peachy enda er það nokkuð við hæfi að Hugo sé Skotinn. Með stóru S-i takið eftir! Svo er alltaf Goose og Maverick. Nóg af movie og tv duos. Veit samt ekki hvort ég vilji vera hluti af Batman and Robin eða Derrick und Klein...
Hmm, veit ekki hvort ég er góður skoti. "Ach, I'm a mighty fine scotsman, I am. I drink me whiskey and shag me sheep all day long, I do, aye." Nei, ég er afleitur skoti. Amma Önd og Steggur gæs kannski? Og þó, Guð veit hvaða guðlausu hluti gerast á milli þeirra á þessu afskekkta bóndabýli.
Dó ekki Goose? Og Harry litli Klein, sé ekki að það yrði slegist um hann. Dravot og Carnehan douze points.
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin