Feluorð

3. apríl 2006

Sveinbjörn er með hlekk á mikinn snilldarvef, The Internet anagram server. Fullkomlega gagnslaus ómenguð skemmtun. Það er sérstaklega gaman að setja inn nafnið sitt og skemmta sér svo yfir morgunmatnum við að finna skemmtilega titla á ruslpóst. Allavega skemmtilegra en Fréttablaðið.

Meðal þess sem hægt er að mynda úr nafninu "Hugi Thordarson" er:

  • Ho Has Grind Tour
  • Dr. Rough - A Hot Sin
  • Gonad, Hit or Rush
  • Dr. Hugo Trains Ho

Ég mana ykkur til að gera betur.


Tjáskipti

baun

sló inn nafnið mitt, fékk dobíu af möguleikum, m.a.: RATTLEBRAINED RIOTS READABLE SIN TRI TROT ARBITRATED TILER SON og uppáhaldið mitt: ADORABLE ERR SNIT TIT

Kalli

Ef ég héti Bill Clinton og væri President of the USA To copulate he finds interns besta anagramið. En ég heit það víst ekki... Með skárri niðurstöðum: ANNAL GROKS URNS ANNA GROSS KNURL KONGA SNARLS URN ORGANS KLAN URNS Og þá gafst ég upp... hvað er málið með öll þessi ker?

Lindablinda

Rosalega á ég leiðinlegt nafn. Þetta var skást..... A DAD FISHKILL TRITON ROTS og ég skil það ekki einu sinni!!!!

Hugi

Það þurfti smá þolinmæði yfir kornflexinu til að ná þessum sóðalegu niðurstöðum sem ég fékk. Ég er a.m.k. greinilega klámfengnastur allra á þessum vef. Viðeigandi.

Kalli

H og O eru greinilega the magic ingredients.

Hugi

Mæltu heill. Þessir stafir eru mikilvægari en margan grunar.

hildigunnur

A GRID HURL RUINS NUN A DUNG HURL IN SIR URN A LURID RUNNING RUSH DARLING RUSH RUIN UN DANG HURLS I RUIN RUN HAD RILING URN RUN US DRAIN GUN HURL IS RUN og uppáhaldið mitt: DRAG HUN I IN SLUR RUN listinn er endalaus...

Elias

Ég var búinn að safna löngum lista frá því í gær. Svo þegar ég ýtti á submit núna áðan þá fékk ég upp villu að mín session hefði tímað út og ég fékk ekki aftur til baka það sem ég hafði skráð inn! Og ég sem var ekki einu sinni loggaður inn! Fuss. Hver skrifar eiginlega þetta kerfi? :> En ég man eitt: LSD EUTHANASIA GROSS LOL

Hugi

Ahahaha, bara snilld :-). Úps, ég þarf greinilega að taka þetta með þegar ég laga tjáskiptakerfið, þarf að sleppa þessari session sem er þarna á bakvið. Forritaraleti.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin