Bréfið hans Davíðs okkar er hressandi lesning. En eitt finnst mér dularfullt: Hvers vegna skrifar Davíð alltaf "Gummi tromm" undir öll sín bréf? Er hugsanlegt að þetta sé rokkstjörnu alter-egóið sem hann flýr í þegar allir eru vondir við hann?
"Enginn elskar Davíð - en allir elska Gumma tromm!"
góður ;)
Hahhahahah .. !
nei, ég held að þetta sé leyndi draumurinn um að taka þátt í búsáhaldabyltingunni :þ
Hehe, já, auðvitað! - Gummi tromm verður fremstur í flokki fyrir utan Seðlabankann á morgun!
Gummi Tromm virðist annars ekki vera nýtilkominn karakter, hann er búinn að undirrita skjöl fyrir Davíð síðan a.m.k. 1999. http://www2.stjr.is/framt/visi-do.htm
Bawhahahaha...flokkast þetta ekki undir skjalafals ;)
Úha, þú segir nokkuð! Væri slíkt ekki brottrekstrarsök?
Mér sýndist ég sjá hann í morgun, með ljósa sléta hárkollu og í megrunarbúning að berja bumbur fyrir utan Svörtuloft.
Hahahah... Mjög gott. Ég var reyndar oft búinn að spá í hvað þetta væri ólæsileg undirskrift, en aldrei sá ég Gumma Tromm út úr þessu. Ég var líka alltaf að leita að Davíð í undirskriftinni (eins og fjölmiðlar landsins). En talandi um kanónur í Sjálfstæðisflokknum sem að dulbúast meðal almennings. Í gær var ég á gangi upp Laugarveg þegar ég sá mann sem virtist vera búinn að pissa í buxurnar og mjakaðist stjarfur áfram á móti mér. Þegar ég sá betur framan í sljóvgað andlitið, þá veitti ég því athygli hversu mjög maðurinn líktist Kjartani Gunnarssyni með hvíta hárkollu. Ég er eiginlega alveg hárviss um að hann hafi verið að drekkja sorgum sínum yfir "hreinsununum". (Hmmmm... I guess you kinda had to be there...)
ég hélt það stæði þarna "lamið orminn". gætu verið undirmeðvituð skilaboð frá Gumma.
Bull og vitleysa, þarna stendur skýrum stöfum "Gorm Torrrrna"
Ég er nokkuð viss um að þarna standi Gnmt Hnnnnn
Ég sé nú bara "Garm ðomm" út úr þessu...
Littli krúttlegi sparibaukurin minn, ennthá holur ad innan, littla mörgæsin mín blönk restina af thessi svokallada... Púkar englar og álfar í öll hornum.. flestum hugsunum Thú ert lenntur í flódbylgju sem enginn skip né neitt annad frá thessim heimi mun stoppa Fylltu upp í sprunguna . Flódvegg tómleikans thar sem allt og ekkert streymir í gegn .. svona straumur klífur ALLT. Jafnvel sálir gamlir sjóarar .. gamlir og gráir .. sjá til thess ad hjartad slái
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin