Ég á ekki snepil af orku til að setja í alvöru færslu, en læt hér með máttarvöldin og aðra vita að með mér er enn lífsmark.
Við Joe Clark, einn fyrirlesaranna á IceWeb, fórum í sjónvarpsviðtal í morgun. Um 30 sekúndum áður en við fórum inn í stúdíóið opnaði ég Fréttablaðið og sá viðtal við mig vegna ráðstefnunnar. Það fyrsta sem ég tók eftir var að þeir höfðu skrifað nafn Joe sem "Joke Clarke". Ég hreinlega rifnaði í tvennt á staðnum úr hlátri og var viss um að ég yrði óviðræðuhæfur í viðtalinu sökum hlátraskalla, en mér tókst með hörku og einurð að hafa stjórn á mér þótt ég væri þvoglumæltur á tímabili. Það besta var að þótt þeim tækist að klúðra stafsetningu á nafninu "Joe", tókst þeim að ná "Holzschlag" rétt.
Ég leigði svo stóran jeppa í dag og keyrði "Gullna hringinn" með fyrirlesarana og Hauk, einn skipuleggjenda. Leslie, kærasta eins fyrirlesarans átti svo yfir kvöldmatnum fallegustu ummæli sem ég hef fengið um aksturslag mitt: "Hugi, you are a really good driver. It was kind of crazy, but I never felt like I was going to die."
Mottó dagsins eru þreyta, mikil ánægja og samhengisleysi í skrifum.
vá jibbý first til að commenta.. ég flýtti mér svo mikið að vera fyrst að ég er ekki enn búin að lesa færsluna hér fyrir ofan... en geri það strax að commenteringu lokinni :o)
Hehe bossi sæll, leitt að það skyldi ekki vera skemmtilegri færsla sem þú greipst svona líka glóðvolga :-).
fyrst þú sást þessa stafsetningarvillu í fréttablaðinu í dag, kíktu þá á greinina um forsetahjónin lol ég sprakk úr hlátri þegar ég las þetta í dag Forsetahjól í heimsókn (eða eitthvað svoleiðis) en að skrifa Forsethjól..............er náttla snildin ein hahahahaha....."hey vitið þið hvað, það er búið að koma á markaðinn nýju hjóli....ferlega flott mar.......svona Forestahjól" hahahahaha
Gangi þér vel með ráðstefnuna næstu tvo daga Hugi!
Forsetahjól, LOL! Þúsund þakkir Harpa, þetta er búið að vera geggjað fjör undanfarið og ég hlakka mikið til næstu daga :-).
forsetahjól..................þvílíkt klúður á stafsettingarvillu.........HEHE
Gangi þér allt í haginn á ráðstefnunniog góða skemmtun! Þú ert duglegur ungur maður, en ég er farin út á mitt forsetahjól. lol
Ég efa nú ekki að Hugi sé góður bílstjóri en rennir frekar í grun að þarna sé stúlkan að rugla saman ökuhæfni og tillitssemi sem Hugi á ábyggilega líka gnótt af. Ég er t.d. frábær bílstjóri en flestir sem fá far með mér telja efsta dag runninn upp. Það er náttúrulega útaf því að ég er tillitslaus fáviti en ekki útaf færni minni sem ökumanns ;)
Við skulum vona að það hafi verið tekið vel á móti forsetahjólinu, það hefur kannski verið pússað og fengið nýjan standara...
BTW. hefði mér fundist enn fyndnara ef Joe Clark hefði heitið Joke Lark í Fréttablaðinu...
var að lesa viðtalið við þig í Fréttablaðinu, þar sem fyrir skemmtilega tilviljun er líka viðtal við dóttur mína... kemur mér ekki á óvart hvursu stór ostur þú ert í vefheimum, svona snjall maður. gangi þér vel með ráðstefnuna:o)
Hahahahahahahaaaa...Þetta hrós skaltu geyma að eilífu! Varðveitum það litla sem við fáum. Besta hrós sem ég hef fengið er ... Hei Olla, your not as fat as you look on photos!
Gúdd lökk með ráðstefnuna og náðu síðan góðri hvíld á eftir. Því ég þarf að ráða þig í að kenna mér á iPoddinn minn (og þessi ráðstefna er bara pís of keik miðað við það dæmi)
já maður þarf að athuga þetta með standarann híhí
hva bara gullna stýrið coment
Takk fyrir kveðjurnar :-). Kalli, held að þú hafir rétt fyrir þér með aksturshæfileikana (þótt ég viti nú ekki um tillitssemina). Ég lærði fyrst akstur á klessubílunum í Tívolíinu í Kaupmannahöfn og sú reynsla hefur fylgt mér alla mína aksturstíð. Og Joe Clark heitir héðan í frá Joke Lark í mínum munni það sem eftir er af hans dvöl hér, haha. Takk Baun, ég er nú ekki stór ostur. En ég fann viðtalið við dótturina í Fréttablaðinu - þetta er vægast sagt magnað eintak sem þú átt! Olla, þú mælir lög. Varðveitum það sem við fáum :-). Kibba, nú bara potum við okkur saman eftir ráðstefnu í næstu viku og ég kenni þér á iPoddinn. Sá færsluna þína um hann á blogginu, og grét sárt með óstöðvandi ekka yfir meiðyrðum í garð fyrirtækisins sem ég elska.
Heyrðu, mér líður einmitt eins og kærustunni í síðari setningunni þegar ég les bloggið þitt. Þó að ég hafi reyndar næstum því kafnað nokkrum sinnum. En þindin er að styrkjast. Ég finn það.
það er rétt hjá þér Hugi. dóttir mín er afburðaeintak. og ég er á höttunum eftir vænlegum tengdasyni...
Þetta verður alltaf skemmtilegra og skemmtilegri vefur. Matchmaking. Móðir kynnir gjafvaxta dóttur sína, til (hug)leiks. Enda ómögulegt að drengurinn sé ekki genginn út ríflega 25 ára, eða var það 26 ára.
Ég ætla að taka þetta nærri mér. Ég verð inni á baðherbergi grátandi ef þið þurfið á mér að halda.
Og hver er heimamundurinn Baun? Þarf Hugi nokkuð að gefa Kibbu?
Gefa Kibbu? Hann gerir það varla á meðan hann er til í að hengja sig á bakið á henni með leðurólum á sólarströnd. Og við munum öll hvað hann er með viðkvæma húð. Segiði svo að tími riddaramennskunnar sé liðinn.
Ég er mjög low maintainance. Þarf bara að rýja mig einu sinni á ári og síðan á ég gríðarlega myndarlegan sláturkepp. Ég er hvers manns draumur.
Kalli minn, af hverju ert þú með grátstafinn í kverkunum? Heimanmundurinn er hin frábæra tengdabaun sem fylgir stúlkubarninu. Vissi ekki að Hugi væri lofaður Kiðakiði, vissi ekki einu sinni að kið væri kona. átti líka eftir að fá leyfi frá dótturinni - hefði kannski átt að gera það áður en ég auglýsti hana á netinu. úps! smá mistök...
Enda ómögulegt að drengurinn sé ekki genginn út ríflega 25 ára, eða var það 26 ára. Veistu hve særandi þetta er fyrir einhleypan mann á mínum aldri? Líttu á björtu hliðarnar, Baun, þú auglýstir dótturina þó bara innan um séntilmenn en ekki á private.is!
Það fer nú að líða að því að ég hætti að þora að kíkja á tjáskiptin, veit ekki hversu margar roðnanir í viðbót húðin á mér þolir áður en hún bilar illa og eitthvað skelfilegt gerist :-). Baun, ég veit að þú varst að grínast, en fer nú bara samt í kuðung og segi því Söguna Af Huga Og Kvenþjóðinni. Ég er ekki lofaður og hef ekki í hyggju að lofa mig á næstunni. Ég er afleitt mannsefni, stöðugt á hlaupum, giftur vinnunni og brennandi áhuga á starfsemi félagsins sem ég er í forsvari fyrir. Einhverntíman kemur að því að finna betri helming (orð markaðsdeildar feministafélagsins yfir konur) en það verður aldrei fyrr en mér finnst ég geta orðið góður verri helmingur. En þú verður ekki í neinum vandræðum með að veiða góðan tengdason með svona beitu (og heimanmundurinn, maður!). Passaðu bara að setja ekki færið of djúpt, þar leynast marhnútar.
Hugi Kommentabani er vaknaður. Ó skræææk.
Það er eitthvað spúkí á seyði hérna. Komment hverfa og birtast á víxl.
Afsakið, ég setti inn athugasemd, sá meiriháttar sagnfræðilegar staðreyndavillur, tók færsluna þá til leiðréttingar og setti aftur inn :-).
Hjúkkit eins og litlu börnin segja, hélt ég væri að klikkast. Ég rambaði inn á síðu Kiðhildar fyrir rælni og er enn að jafna mig á raddstýrða haldaranum. :-D
En hvað með kiðakið, Hugi? Hvað var baun að auglýsa? Fylgjumst spennt með.
aukast nú vandræði baunar. neyðist til að draga til baka tilboð á dóttur minni, þar sem hún gengur með þær grillur í höfðinu að: a. hún hafi ekki tíma fyrir kærasta b. ef hún vilji kærasta, ætli hún að velja hann sjálf hvað get ég sagt? ungdómurinn í dag... hins vegar er ég sjálf afar fýsilegur kostur fyrir menn á öllum aldri. í fantagóðu standi miðað við framleiðsluár, lipur og þægileg, fer alltaf í gang og - takið eftir - bara einn fyrrverandi eigandi (Kalli, er þetta meira í anda private.is?)
Baun, ekki fara að örvænta ENNÞÁ. Settu þig í spor móður minnar sem er með alla anga úti til að spyrða son sinn á fertugsaldri við einhvert eiginkonuefni í von um að af hljótist barnabörn.
Baun, þú ert alveg bráðfyndin. Takk fyrir mig, þú og Hugi og þið öll. Þið styttið manni stundir fram að andlátinu. Og lengið kannski lífið líka. :-)
Rottur, þessi yfirlýsing átti að vera merkt mér. Smá yfirsjón.
hvar er hægt að fá prufukeyrslu baun?
Ó MÆ GAAAAD!!! Prufukeyra dótturina??????
held hann hafi verið að tala um mig Kibba og svona líka pent;o) rétt að benda Gamla á að öll tilboð verða ígrunduð, nema þau séu framúrhófi svínsleg (jú annars, kíki á þau líka)
hmmmmm það er fínt mansefni sem er giftur vinnunni..........þá myndi mar bara sjá hann endrum og eins...........það er nú eitthvað sem myndi henta mér *glott*
ahahahaha þetta er orðin svo mikil pimp síða :D
Gamli biðst velvirðingar ef misskilnings hefur gætt vegna athugasemda hans. Hann heillast að góðum tækjum, sem hafa fengið reglulega þjónustu, - og smurningu. Framleiðsluár og notkun skiptir ekki höfuðmáli, svo framarlega sem það skilar sér notendum á áfangastað. Eigendasaga skiptir heldur ekki máli, enda ekki alltaf ábyggileg né mælikvarði á notkun.
Kannski á Hugi eftir að roðna sem aldrei fyrr, þegar hann kíkir á síðuna sína í kvöld.
Kvöldroðinn í vestri verður sem aldrei fyrr.
Ertu að tala um konu eða bíl Gamli?
Þú veist þetta best sjálfur Hugi. Persónlega finnst mér sambandsmenning á Íslandi of örvæntingafull. Það er eins og dauðadómur ef maður er ekki kominn í alvöru samband 25 ára. Ég ætla rétt að vona að maður fari ekki að hitta hið eina rétta fress fyrr en fyrsta lagi um þrítugt. Vil hafa nægan tíma til að vera sjálfsmiðuð og eigingjörn. Heyri ég mjá?!!!
Hahahahah.... "Holzschlag" rétt "Joe" rangt
Hver er að tala um sambönd hérna?? Ég er að tala um létta fullorðinsleiki....
einmitt Kið ! þarna verð ég að vera sammála síðasta ræðu manni hehe það var sko enginn að tala um sambönd hérna.............bara létta já létta leiki :D *glott* ef Hugi verður ekki rjóður eftir daginn í dag að þá er greinilegt að hann var inni í allan dag en ekki í góða veðrinu eins og við hin híhíhíhíhíhíhí
Þetta er að verða eins og hin svæsna síðan, barnaland.is
Kynlíf er verulega ofmetið. Sum okkar þurfa meira félagsskap við uppvaskið.
og Matarkex.
Því miður gott fólk, nú get ég ekki roðnað meira. Sprengdi roðnvöðann í gær. Baun, draga til baka tilboðið?!? Ég lít á það sem alvarlegt rof á blogglegu samkomulagi okkar. Ef dóttir þín er ekki komin gjafainnpökkuð að dyrunum hjá mér innan 36 klukkustunda færðu að heyra frá lögfræðingnum mínum. Neinei, það eru náttúrulega bölvuð vandræði með þessi blessuð börn þegar þau neita að hlýða góðum ráðum. Sé annars að ég þyrfti að fara að bæta einkaspjallfídus á síðuna, þetta eru orðin sjóðheit samtöl! Mjása, þú mælir lög. Það birtast alltaf áhyggjuhrukkur á enni fólks þegar ég segist vera einhleypur. Tíðni spurningarinnar "Hugi, ertu hommi" er orðin alvarlega há. Þegar staðreyndin er sú að ég er einhleypur vegna þess að ég lét gelda mig fyrir nokkru af trúarlegum ástæðum.
Hugi þú stóðst þig eins og hetja á þessum 2 dögum - þetta var flott event og nú bara hlakka mig til 2007:-) Já, og tek ég undir þörfina fyrir hugi.karlmenn.is/private sem mér sýnist að gæti orðið fín aukabúkgrein fyrir þig....
Takk Simmi, það var gaman að sjá þig á staðnum :-).
Og já, einkamálavefurinn einhleypir.karlmenn.is kemur upp fljótlega.
Nú eða http://samkynhneigdir.karlmenn.is. Djöfulli yrði það vinsælt.
Og tókuði eftir að spjallið varð ekki svona heitt fyrr en Hugi setti myndina af sér á síðuna!!!!!111oneone Þetta hálfa andlit hönksins er að gera kjéddlingarnar alveg spól...
Það er ekki á hvers færi að gera þetta. Ég þarf að fela myndina af mér á undirsíðu því annars myndi enginn koma oftar en einu sinni.
Ég veit það nú ekki. Myndi segja að myndin með nærbuxurnar á kollinum hefði gert meiri skaða en fína portrettið sem þú vísar í. Þú gætir til dæmis búið til svona augnborða.
Ég skal segja þér leyndarmál: þetta voru ekkert nærbuxur. Ég gat ekki hugsað mér að setja nærbuxur á hausinn á mér, sérstaklega ekki eitthvað sem ég actually nota, og taka mynd af. Pempía... ég veit. En hvað í ósköpunum er augnborði???
Það eru reyndar góðar fréttir! Augnborði, þú veist, maður tekur mynd og klippir allt í burtu nema augun, þá færðu svona panoramarenning með augum. Ég veit, þetta er afleit hugmynd. Mér finnst þetta bara svo fyndið. Það sem meira er, fólki þykir held ég óþægilegt að opna síður þar sem risaaugu stara framan í það. Segiði svo að maður eyði ekki tíma sínum í fánýtar hugrenningar.
Ég held ég sé komin með svona skrolláverka eins og Kalli var að tala um. Líkt og handbremsumeiðslin hennar Önnu. Og þetta er ekki einu sinni í færslunni sem fer að nálgast 100-kommenta markið.
Svona augnborðar eru duló og sexí. Eru yfirleitt gerðir af fólki sem er ljótt eða feitt (eða bæði) og vill ekki sýna neitt nema augun.
Þar sem ég er bæði feitur og ljótur en aðallega þó af því að jafnvel þetta er skemmtilegra en uppvaskið gerði ég nokkra augnborða úr myndum af mér. Það er aðallega vandamál að ég virðist aldrei horfa beint í myndavélina eða hafa augnlínuna fullkomlega lárétta þegar af mér er tekin mynd. Stundum er ég svo varla með augun opin. Það hlýtur samt einhver af þessum borðum að vera sexí og/eða duló: http://hofteigur.net/augnbordar/
Númer eitt vinnur, hands down, í þessum tilgangi. En ég myndi vilja sjá meiri nærmynd og augu sem horfa beint í linsuna, til að ná fullnaðaráhrifum. Við erum að tala um þau sem fá konur til að kikna í hnjáliðunum. Númer tvö er reyndar skemmtilega gjóandi.
Já þessir augnbannerar lofa góðu. Mjög duló, mjög secksí. Nú þarf bara að skella þeim aðeins í fótósjopp og shæna þá til svo þeir verði prófessjónal eins og þessi: http://img214.imageshack.us/img214/9130/augnhar9kx.jpg kann ekki að búa til link, þið verðið bara að copy/peista kexin mín
Já... sko... eins og sumir borðarnir hefðu átt að ljóstra upp um var þetta nú ekki beint í alvöru gert. Svo þyrfti ég mikla hjálp ef ég ætti að ná að setja á mig augnhár eins og hún Kiðhildur sportar á myndinni sinni.
KVAÞ MEINARU.. EKKI Í ALVÖRU GERT!!!!!!!!!11oneone Þetta er grafalvarlegt mál drengur!!! Augnbannerar eru sko ekki til að leika sér að. En annars eru þetta ekki augnhárin mín. Ég er með miklu dularfyllri og sexí augu. Mynd af mér finnst á blogginu mínu.
Já, tek undir þetta. Ekkert að draga í land núna, góurinn. Við Kiðhildur bíðum í ofvæni. Fáðu auglýsingaleikstjórann í lið með þér. Á eftir getið þið spjallað um bíla yfir sthaupi af sérvöldu skosku viskíi. Gourmet-kvöld. Hugi gæti leikið nærhald of your choice.
*Ég þorði ekki að segja pungbindi.
Kalli er gullfallegur, hvaða vitleysa er þetta um augnborða? Engin ástæða til að fela restina af glansandi stæltri karlmennskunni. Hugsa þó að ég pikki upp þessa hugmynd með nærhaldið á hausnum. Hvar er nú myndavélin mín...
Ekkert vera hræddur við að segja svona hluti Gestur. Hugi er orðinn sérþjálfaður í að vera mennskur nærklæðnaður. Held að hann sinni því starfi sínu með stolti og metnaði. Mótorhljóðin eru meira að segja orðin mjög authentic þér að segja....
Auglýsingaleikstjórinn tekur ekki þátt í blekkingum nema málefnið sé gott. Eins og framgangur stórfyrirtækja, aukin bleyjusala eða stórbætt eiginfjárstaða míns sjálfs. Að afvegaleiða saklausar snótir sem í einmanaleik sínum ráfa inn á bloggsíður þar sem setið er um þær með ómótstæðilegum augnatillitum til þess eins að... jú ... heyrðu þetta er gott málefni. Ég er með. These are my principles. If you don't like them, I have others.
Hvernig nenntirðu að blogga án kommentakerfis?
Kalli, hefurðu einhvern tímann velt því fyrir þér að kaupa uppþvottavél?
Frábært. Nú er allt til reiðu. Kalli, ertu búinn að þvo þér í framan? PS. Hvar er annars eigandi þessa bloggs? Brjálæðingarnir hafa náð völdum á hælinu, svo mikið er víst.
The lunatic is on the grass... Hvað er annars verið að draga stóra uppþvottavélarmálið hingað inn líka? Þarf alltaf að nudda salti í sárið og minna mig á hvað ég er einmana og uppþvottavélarlaus?
Einmana smeinmana. Hefuru ekki tekið eftir því hvað það er mikið af einhleypum, rennblautum konum hérna?
Nei, eins og komið hefur fram annars staðar tek ég einmitt ekkert eftir því! Annars er ég meira að væla yfir uppþvottavélinni en einmanaleika sko...
Talandi um augnborða þá er þessi hér að neðan sá besti: http://www.frozenreality.co.uk/comic/bunny/index.php?id=590
Kalli : mér finnst augnborði númer 1 hjá þér mest sexý :Þ annars ef þig vantar uppþvottavél að þá á ég eina slíka, nema ég fylgi með í kaupunum :D ;)
Skoh... strax kominn með deit. Og uppþvottavél í kaupbætið!!!1
Daddarra
Vissi að þetta væri private.is í dulargervi.
Skutlan... má ég fá reynsluakstur? Vilt þú koma til mín með vélina eða á ég að koma til þín með diskana?
Varðandi þennan augnborða #1... sko... mér líkar hann best sjálfur en hefði einmitt ekki haldið að kvenfólki myndi líka hann. Þetta er action augnborðinn. Ég gæti verið að aftengja sprengju eða útskýra fyrir einhverjum skömmbagg um hræðilegar afleiðingar þess að gera eitthvað á minn hlut. Nei, nei, ekkert í vandræðum með sjálfsímyndina... Eftir á að hyggja held ég að það sem dömurnar fíla við hann sé þetta look of love sem ég er með í augunum... er sko að reynsluaka iMac Core Duo þegar myndin er tekin.
Kalli: ég held að það sé fljótlegra fyrir þig að koma með diskanna :D það sem mér fannst augun segja á borða eitt var.............."how u doing ;)"
Já, ok. Ég á sem sagt þann svip til. Þá verður hössltæknin mín framvegis að hafa mynd af tölvunni minni í vasanum, kíkja á hana, frysta svipinn og labba upp að dömunum.
Gestur, eigandi þessa vefs settist niður við tölvuna í morgun yfir kaffibollanum í morgun til að svara tjáskiptum en sá svo athugasemdafjöldina, fékk kvíðakast og ákvað að sjúga frekar þumalinn í smá stund. Brjálæðingarnir hafa tvímælalaust náð völdum á hælinu. En ég sé að afvegaleiðing mín á saklausum snótum hefur gengið vonum framar og fljótlega set ég í gang næsta þrep áætlunarinnar. Ég læt ekkert uppi um það þrep annað en að það hefst á því að ég set enn aðra mynd af mér á vefinn, þar sem ég er í fráhnepptum smóking og held á rós. Og varðandi augnborða 1 þá tek ég undir með skutlunni. Myndin var tvímælalaust að segja "How you doin'". Ég roðnaði meira að segja smá.
en ekki hvað Hugi :D hey mig hlakar til að sjá þá mynd af þér Hugi *blikk....blikk*
Ég er að vinna í myndinni, þarf bara að klippa hana rétt í miðjunni. Ekki segja neinum, en ég þjáist nefnilega af hinum skelfilega sjúkdómi penguinitis sem lýsir sér þannig að helmingur líkama míns lítur út eins og keisaramörgæs. Það er raunar ekki svo slæmt, en það var algjör fjandi að finna klæðskera sem nennir að sinna mér.
Velkominn til lífsins Hugi. Þú sérð hvaða óskunda er hægt að gera þegar þú hverfur af sjónarsviðinu. Þegar kötturinn hverfur, leika mýsnar sér. Já, auðvitað líður þér eins og boðflennu í eigin partíi. Þó það nú væri.
Múhohohohoh, kötturinn er kominn aftur. Smjatt smjatt. Rawwwrrrr.
Nú hljómaðirðu bara eins og Eartha Kitt. I don´t wanna be alone, where is my baby. I don´t wanna be alone, where is my man. Rawr
Mér hefur verið líkt við margt, en aldrei áður við Eartha Kitt. Kannski vegna þess að ég hef hingað til ekki verið nógu svartur kvenmaður.
oooohhhhh ég elska keisaramörgæsir......þær eru bara æðislegar btw sástu myndina þarna um árið í bíó :D
Nei, þú ert aðallega rauður, er það ekki? Sérstaklega í seinni tíð.
Bleikur sem bónusgrís?
Ég er gríðarlega rauður. Ekki gleyma því að ég er frá Litlu Moskvu :-). Skutla, Keisaramörgæsir eru náttúrulega frábærar. Og já, ég sá myndina og átti von á að hlæja allan tímann þar sem mörgæsir eru náttúrulega "god's cruelest mistake" en þegar upp var staðið kláraði ég heilan gám af snýtipappír. Frábær mynd.
Érr númer hundrað held ég. Jibbí!
Til Hamingju Harpa! Þú hefur unnið þér inn fjörutíu og átta kíló af "Skapandi Pappamassa Huga Þórðarsonar®". (ok, það er í ruan og veru bara uppsöfnuð hrúga af Fréttablaðinu síðan um áramót, en ef þú rífur það allt niður og blandar saman við vatn, þá mun fjörið aldrei stoppa)
Döhh hvað maður er misheppnaður. Var ekki búin að sjá að síðasta færsla bar líka yfir hundrað komment. En allavega, mér hlýtur að verða boðið í partý :-D
Þú ert boðin í partý :-). En allir verða að mæta með eitthvað með sér. Látum okkur sjá, hvað vantar, ég er með ullarsokkinn, Pedro ætlar að mæta með rjómasprautuna... Áttu geit?
Já það vill svo skemmtilega til að ég á geit. Hún heitir Heiðrún. Sniðug í partý get ég sagt þér. Við mætum! :-D
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin