Mánudagsnótt í Reykjavík, ég er á náttfötunum, vindurinn gnauðar úti og rigningin lemur gluggana. Það er myntute í bollanum og Miles Davis og John Coltrane eru "Kind of Blue" á fóninum. Stundum er lífið gott.
Lífið er alltaf gott...maður þarf bara að uppgötva það.
Þetta gæti verið verra. Miles Davis gæti verið að lemja gluggana, illa lyktandi og rotinn, á meðan það rignir myntutei og John Coltrane í bollanum þínum. Þú mátt kalla þig heppinn.
...það er ekki þar með sagt að ég gangi um og finnist lífið frábært alla daga...hef greinilega ekki uppgötvað nóg.
Haha, já, það væri slæmt, hljómar eins og lýsing á málverki unnu í samvinnu Munch, Odd Nerdrum og Picasso. Og lífið er fínn staður, ég hef a.m.k. ekki fundið annan betri.
Don Pedro - ....það eru engin orð sem lýsa kátínu minni yfir þinni túlkun á tilvistarpósunni hér að ofan - kem til með að hlæja fram að páskum...og mjög líklega stela þessu.....:-)
Ég lenti einmitt í talsverðum vandræðum með þetta comment frá Pétri í vinnunni í dag, lokaði hurðinni að skrifstofunni minni, settist út í horn og hló þar til tárin streymdu. Vinnufélagarnir horfðu undarlega á mig í hádegismatnum
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin