Losti

19. nóvember 2006

Það var svo sem auðvitað. Eftir umræðurnar sem spunnust í kjölfar síðust færslu greip mig þessi líka gríðarlegi tækjalosti svo ég brunaði á föstudaginn upp í Pfaff-hús og fjárfesti í Sennheiser-hljóðnema, bómu og tæki til hjálpa tölvunni að taka við því sem neminn nemur (var auðvitað eftir að hafa fengið leyfi hjá betri helmingnum - það er sko vinstri helmingurinn á mér). Og ég verð að játa að ég kann þér, Elías, hinar frábærustu þakkir fyrir góðráðin, því þetta eru líklega bestu kaup sem ég hef gert. A.m. í þessari viku. Kostaði nokkra peninga en það er ómetanlegt að heyra þvæluna sem maður er að spila - og það varð mikil framför í hljóðfæraleik undirritaðs í kjölfarið.

Og auðvitað skulda ég hljóðdæmi úr nýju tækjunum. Cheek to cheek, ein af fyrstu upptökunum sem ég gerði. Eða öllu heldur tvær upptökur sem ég lagði ofan á hvora aðra. Og eins og sannur, latur djassari nennti ég ekki að taka upp aftur til að laga vitleysur eða klippa út taktmælinn. Samt óneitanlega oggulítil breyting í hljómgæðum frá fyrri upptöku.

Allar góðar ráðleggingar fyrir upptöku vel þegnar. Mér skilst að til að ná bestu hljóði úr píanói verði að nota tvo hljóðnema en sem stendur er ég bara með einn og hann er núna yfir G- strengnum fyrir neðan mið-C.


Tjáskipti

Skutlan

thíhíhíhíhí...............ég gat náttla misskilið þetta :D

lindablinda

Er það gyllti þvengurinn? Annars væri gott að hafa einn svona Huga í stofunni on a regular basis. Mood og stemmning, helvíti flott. Me like.

Skutlan

Þetta er ekkert smá flott hjá þér.....það mætti alveg stilla þér inn í stofu hjá mér, já eða bara í herberið :P

hildigunnur

ekki SMÁ munur á sándinu!

Elías

Hafðu strengjahafið opið og hljóðnemann kannski svona um 50 cm frá. Hafði tölvuna einhvers staðar þar sem þú sérð hana og sérð monitorinn og gættu þess að hann fari ekki of mikið upp á rautt, því þá kemur bjögun. Mér finnst eins og það gæti verið örlítil bjögun þarna, en það eru kannski hátalarnir mínir, sem eru reyndar hræðilega lélegir. Ég ætla að hlusta á þetta í mp3 spilaranum mínum í kvöld og þá heyri ég það betur. Annars er það rétt að það er enginn smá munur, bæði er bjögunin mikið minni en áður og svo einnig er meiri dýpt í hljómnum.

baun

hér er önnur ráðlegging: taktu meira upp, þetta er skemmtilegt:)

Ms. G

Bannað að segja G-strengur... Annars sting ég upp á því að þú setir Pappa-Huga á markað fyrir aðdáendur þína, mér sýnist á kommentunum að það gæti verið markaður fyrir það. Ágæt leið til að fjármagna tækjakaupin. Pappa-Hugi með undirleik - tækifærisgjöfin í ár.

Carlo

Ertu að reyna að hefta tjáningarfrelsi mitt Ms. G?

baun

Til er einstaklega fallegt verk sem heitir: Air on the G-string...

hildigunnur

nú, hvað eigum við þá að kalla strengina sem vill til að hljóma á G? Físís? Það er hálf dubioso á dönsku. Ases, þá? Naaahh...

Ms. G

Carlo, darling, ég er að verja hugverkarétt þinn. Hvað annað?

Barbie

Æði. Klappa eins og lítill kátur selur.

Óskar Skiptigúru

Stórglæsilegt. Mér finnst þú eigir að búa til sér "vefhluta" á karlmenn.is þar sem þú promotar tónlist sem þú tekur upp... og þá ætlast ég náttúrulega til að fá að heyra meira fljótlega og reglulega.

Elías

Já, þetta var hátalarinn minn. Þetta er fín upptaka. En er þetta bara mono? Ekki að það sé neitt verra ...

Inga Hanna

Frábært! Gaman að hlusta á þetta.

Carlo

Ms. G, þú ert hér með ráðin sem agentinn minn. Barbie, ég tísti við tilhugsunina :D

Sveinbjörn

Hugi sagði "var auðvitað eftir að hafa fengið leyfi hjá betri helmingnum - það er sko vinstri helmingurinn á mér" Ég hélt að það væri alltaf vinstri sem eyddir fullt af peningum í alls kyns "uppbyggileg" prósjekt á meðan hægri vildi lækka skatta og draga úr afskiptum ;)

Sveinbjörn

Uss, þú ert svo góður á píanó, Hugi, að mér líður eins og ég sé að eyða tíma mínum í þessa aumu harmóníkkuspilun, verð aldrei svona góður...

Harpa

Ég tek undir með Óskari. Safnaðu endilega upptökunum hérna á síðuna þína. Þetta er ferlega skemmtilegt. Og flott :-)

Skutlan

Er ekki hægt að panta þig hingað..........???????

DonPedro

Þú átt vini. Sem eiga tæki. Og hljóðnema. Svo um munar. Tækjarekkar Handarkrikans standa þér opnir. Breytingin á hljómgæðum er mikill, en mikill vill meira. Þetta kallar á fund. Rauðvínsfund.

DonPedro

Síðasta athugasemd fór nafnlaus inn vegna tæknilegra mistaka.

Stefán Arason

"sopran, pas paa jeres fiser" sagt á kóræfingu. Bara svona til að halda áfram með athugasemd Hildigunnar. Hlusta á upptökuna þína Hugi þegar ég kemst í tölvu með hátölurum.

Elín

Vá hvað það var gaman að hlusta á þetta, fannst bara eins og ég væri stödd á Íslandi í stigaganginum á Hagamelnum að hlera á hurðinni hjá þér eins og í gamla daga....bara aðeins betri hljómgæði :) ...og þú ert kominn í iTunes hjá mér á undan Human League - together in electric dreams.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin