Londres

8. nóvember 2007

Ég ætla að eyða helginni á Bretlandseyjum.

Hvað gerir maður í London? Ferðahandbókin sem ég á ("So you're going to Saxony") er svo gömul að kaflarnir í henni heita nöfnum eins og "places to rob" og "people to rape". Ekki að mér finnist þetta slæmar hugmyndir en ég er ekki viss um að ferðafélagi minn sé hrifinn af slíkri afþreyingu, þannig að mig vantar plan B.

Einhverjar skemmtilegar hugmyndir?


Tjáskipti

Þór

I-Max er alltaf skemmtilegt (alvöru 3-D bíó). Er m.a. í National Museum of Science (sem er reyndar eitt og sér þess virði að heimsækja. Stærsti bleedin' GSM sími þar sem ég hef um daga mína litið) Niðri við Thames eru nokkrir góðir veitingastaðir sem er gott að leyfa að gæla við bragðlaukana. Það er veitingaskip þarna og rétt hjá því röð af góðum veitingastöðum. Þrátt fyrir sjabbí umhverfi er alveg frábær kínverskur fyrir "aftan" Kings Cross og alveg yndislegur veitingastaður á annarri hæð á Victoria Station. Frábærir borgarar, æðisleg cupcake með vanillusósu og ís. Massífur espressó. Ekki fara á safnið sem sýnir "sögu The Tower". Það kostar helling inn og er alveg ömurð hvað það er lélegt. Ef þú vilt tölvubúðarölt, þá er Tottenham Court Road málið. Ef þú vilt fatabúðarölt, þá er m.a. Ciro Citterio á.. oh.. ætlaði að vísa þér á þá, en sé þá að þeir eru búnir að loka. Dang. Ef þú ætlar í bíó, þá mæli ég _eindregið_ með Odeon á Leicester Square. Miðinn kostar slatta, en ég mæli með því að kaupa miða á svölum, fremst. Það er bíóupplifun sem ekki gleymist :) Það eru náttúrulega alltaf markaðirnir, það er eitthvað sem maður verður að upplifa. Einn stór markaður er uppí hmm...Green eitthvað... rifja það upp og sendi meira síðar :)

Barbie

Kings Head í Soho sú brjálæðsilegasta og dimmasta djassbúlla í heimi. Svo underground eitthvað, fara ofan í kjallara. Eta á Asia De Cuba (gera það allir en það er gaman) og fara í Camden.

Hugi

Vá, takk Þór! Ég á örugglega eftir að nýta mér eitthvað af þessu :-). Barbie - skítug djassbúlla, það er inni á minni línu. Stefni þangað sótrauður. Svo var verið að benda mér á sushi-stað sem heitir "Satsuma" í Soho. Skilst að þar sé t.d. hægt að sötra afskaplega gott sake.

Elín Björk

Ég á ferðahandbók sem heitir London City Secrets. Skemmtilega uppsett og mjög "óferðahandbókaleg" Þú mátt alveg fá hana lánaða. -Elín.

Hugi

Fallega boðið Elín, en ég er víst svona hér um bil á leiðinni út úr dyrunum. Kannski ég fái að glugga í hana þegar við náum loksins að hittast ;-). Þá get ég séð af hverju ég missti.

baun

góða ferð Hugi og til hamingju með daginn á morgun, semsagt, morgundaginn:)

Hugi

Takk baunin mín. Hafðu það gott hérna heima :-).

spennt

áts...vá..reyni samt að sinna starfinu...! (og sendi þér leiðarlýsingu...svo auðveldara sé að fygljast með) góðar stundir ;) spennt skuggadís...

Kolla

Maður skal aldrei vanmeta ferðafélaga sína! Sumir koma sífellt á óvart ;o) Gæti alveg hugsað mér að reyna við eitthvað af þessum frægu búðum, (en þá yrði það eins og Matthías pabbi Ronju væri að störfum) og hver veit nema maður hnjóti um álitlegan karlmann sem mann langaði að misnota!!

Hugi

Skuggadís, ég treysti á að þú standir þína pligt dyggilega. Og takk fyrir sendinguna! Kolla, pfft, ég vanmet ferðafélagann sko engan veginn :-).

Til hamingju með afmælið hugi minn xoxo og góða ferð Kveðja Ester

Þór

Westway Portobello Green Market var það víst :) http://www.londontown.com/LondonInformation/Attraction/Westway_Portobello_Green_Market/ddfd/ Myndi mæla með því að fletta í gegnum það helsta á londontown.com :)

inga hanna

til lukku með daginn :)

Logi Helgu

Off-topic: Til hamingju með daginn gamli, þín bíður lítill "pakki" þegar þú kemur aftur til mín í Gay Bar ;)

Óskar Þór

Til hamingju með daginn!

Hugi

Takk snillingar :-)

Bullu-Kolla

Tilkynning: Hugi lifir þó með herkjum sé (held ég!) Vil bara votta að hann var ekki rændur, myrtur eða nauðgaður í London (allavega ekki mikið!) þó allnokkrir sem urðu á vegi hans hafi sýnt honum einkenninlegan áhuga. En þegar hann borðaði Rottuna þá held ég að hann hafi krækt sér í afbrigði af berklum. Hann var keyrður beint frá Leifstöð á Vífilstaði!

Arnaldur

Þetta er fáránlegt maður, ég og Sveinbjörn vorum báðir í London um helgina. Við hefðum átt að hittast og snæða saman eða eitthvað. Eða ekki. Samt, fáránleg tilviljun.

Hugi

Kolla: Right on! Arnaldur. Þetta er hneyksli!

spennt

æi...var búin að missa sjónar af þér...gott að finna þig aftur..;) fannst þér Lonndon ljúf? skuggadísin..

Kalli

Saxony? Er það ekki í Þýskalandi?

Hugi

Kalli, þú ert sagnfræðingurinn, nú máttu gjarnan fræða mig :-). Ég hef ekki ljósmynd um hvort Saxar tóku einhverntíman London, en lögðu þeir ekki megnið af suður-Bretlandi undir sig einhverntímaní árdaga - Essex (East Saxony), Wessex (West Saxony), Sussex (South Saxony) o.s.frv? London var yndi, spennt :-).

Kalli

Ég er nú ekkert sagnfræðingur. Enn :p Mig grunar að ég hafi verið sofandi í tímanum sem þetta var kennt. En það er samt eitthvað sem heitir Saxony í Þýskalandi. Andskotans vesen á fólki að vera alltaf að flytja og svona.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin