Vetur

9. september 2009

Aaaah, loksins fer veturinn að koma. Uppgötvaði þetta þegar ég frysti af mér eyrun á hjólinu á leiðinni í vinnuna í morgun.

Veturinn er ein af fjórum uppáhalds árstíðunum mínum. Jújú, það fylgja honum vissulega alltaf kuldi og snjóflóð og jólalög - en - hann er líka árstími steikarsamlokunnar og það bætir upp allt ruglið. Og ég held að það sé orðið tímabært að taka smá forskot á sæluna.


Tjáskipti

Hugi

Já, og auðvitað líka árstími beikonsins.. {macro:km:picture id="1000599"}

Bergur

Hugi, nú ertu eitthvað að misskilja. Allir árstímar eru árstími beikonsins!

Hugi

... sem og lambahryggsins með brúnu sósunni, rauðkálinu, grænu baununum og brúnuðu kartöflunum og malt-og-appelsín-blöndunni. {macro:km:picture id="1000600"} Þetta verður góður vetur.

Hugi

Fyrirgefðu Bergur - alveg hárrétt hjá þér. Beikon er betra en súrefni. Það jafnast samt fátt á við að koma slæptur inn úr langri göngu í kafaldssnjóbyl og fá sér egg, beikon, pönnukökur og rótsterkt mjólkurkaffi. Úff.

Daníel

Hvernig er kólesterólið hjá þér um þessar mundir?

Hugi

Alveg sérdeilis frábært akkúrat núna. En ég mundi í mínum sporum ekki selja mér líftryggingu eftir veturinn.

Bragi

Ferðu svona helvíti snemma í vinnuna? Ég hjólaði í vinnuna um 8-leytið og þá var fínt veður. Reyndar síðan stórglæsilegt sólarveður þegar ég hjólaði aftur heim um kl. 11:30. Eða var bara svona mikið rok í Vesturbænum? Ég mæli með höfuðböndunum fallegu sem fást hjá Thorvaldsen í Austurstræti. Þau hleypa bara ljúfum andvara í gegnum sig (-:

Hugi

Ég miða venjulega við að vera mættur milli 7 og 8 á morgnana. Og það var fjári kalt þarna úti á vestantanganum í morgun. En ég snarneita að láta sjá mig með höfuðband fyrr en 9. áratugurinn kemur aftur.

Anna María

Mmmmmm laukur, sveppir, beikon, nautakjöt, sinnep, bagettubrauð... Nú verð ég að elda mér steikarsamloku í kvöld :p

Hugi

Þegar ég kom heim úr íþróttum í gærvöldi var Óskin auðvitað búin að galdra fram afar vel heppnaðar steikarsamlokur handa okkur. Om nom nom.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin