Föstudagskvöld

5. maí 2006

Annað fjör-hlaðið föstudagskvöld á Hagamelnum. Jacques Loussier er að leika sér að Satie á fóninum og ég var að ljúka við að hræra saman í nokkur Crème brûlée fyrir annað kvöld skv. uppskriftinni góðu frá Hildigunni. Þau eru komin inn í ofn og ilmurinn í íbúðinni er himneskur.

Svona ættu allar vikur að enda.

En já, ég fór semsagt í Kokku um daginn og festi kaup á logsuðutæki til Crème brûlée-gerðar (sumir kalla þetta brennara, en mér finnst karlmannlegra að eiga logsuðutæki). Ég er búinn að eiga téð áhald í tvær vikur og hvers vegna ég er ekki þegar búinn að brenna blokkina til grunna er og verður ráðgáta. Á fyrsta degi náði ég að kveikja í eldhúsrúllu og flambera tölvuna mína allhressilega, á öðrum degi brenndi ég hér um bil alla húð af þumalfingri vinstri handar og á þriðja degi var farið að slá út á mér köldum svita bara við að hugsa um áhaldið.

Ef þið heyrið í fréttum á morgun eitthvað í stíl við "Rauðhært gerpi brennir vesturbæinn til grunna við búðingsgerð" þá vitið þið hvað gerðist.


Tjáskipti

Harpa

Núnú, er bara verið að búa sig undir að ég kíki við í mat ;-)

Stefán Arason

Til hamingju með brennarann...þeas. ef þú ert ekki nú þegar búinn að brenna blokkina niður og restina af vesturbænum, þá skulum við ekkert minnast á þennan brennara. Þetta minnir bara á þegar þú varst iðinn við að flambera (ert það kannski ennþá, bara kominn upp á lag með það) og kveiktir í viftunni fyrir ofan eldavélina. Sem minnir mig á vodkaflamberaða banana sem brögðuðust...tja...eftirminnilega. Ég hlakka til að smakka creme brulé hjá þér...ég verð á klakanum í júlí ;-) Manstu eftir bruléinu við fengum á Bistro? úff maður!

Stefán Arason

...og ég og Harpa náðum að setja inn komment á sömu mínútunni...

Hugi

Kíktu endilega við Harpa, hvað er þetta nokkuð nema þriggja tíma akstur? ;-) Takk, Stebbi! Hehe, vodkaflamberingin var ekki alveg að gera sig, en maður verður að reyna að bjarga sér þegar rommið þrýtur. Og við vorum náttúrulega búin að sjá að bensínið var ALLS EKKI að gera sig. Það var annars ónefndur herramaður sem kveikti í viftunni með aðstoð hálfrar flösku af Grand Marnier. Viftan er enn í lamasessi, en þetta voru bestu grísalundir sem ég hef smakkað :-D. Og Brulée á Bistro? Ójá, það var einmitt í minningu þess sem ég keypti logsuðutækið.

Daníel

Bara só sorrý, en ég er með patent á öllum fyrirsögnum sem byrja á orðunum "Rauðhært gerpi...".

Hugi

Daníel, þú verður bara að kæra og sækja þinn rétt :-). Hvað ég nú að gera við allar þessar afgangs eggjahvítur? Internetið segir mér að blanda saman við þær agúrkum og hunangi og setja á andlitið á mér - en ég held ekki.

Kiðhildur

eggjahvítur eru ágætis ööööh....... snakkídýfur..... já snakkídýfur.

Hugi

Úff Kibba, smá Google-tími og nú veit ég meira um notagildi eggjahvíta en ég vildi. Mun meira. Mun, mun, mun meira. En lausnin er fundin. Hlakka til að vakna í fyrramálið: http://www.rd.com/content/openContent.do?contentId=14579

Kiðhildur

Hljómar vel! ooooo nú er ég orðin svöng. Eins gott að ég á ennþá smá sigg eftir til að narta í undir vinstri hæl

Kalli

Þú átt altént píanó til að spila á meðan bærinn brennur er það ekki?

Elías

Ég bý alltaf til marengs úr afgangseggjahvítum. Enska orðið yfir marengs er "meringue" (ekki rugla því saman við "merengue").

hildigunnur

Eldvarpa, Hugi, þetta heitir eldvarpa!

DonPedro

Ég ætlaði þvílíkt að brûllera á gamlárs, og keypti svona skaðræðistæki líka. Hlóð litlar skálar, sáldraði sérkeyptum sykri yfir, lét svo fjölskylduna koma og horfa á mig þegar ég ýtti á takkann á eldwörpunni og ekkert gerðist. Frávitarnir seldu mér gaslausa eldwörpu. Ég varð náttúrlega alveg gebrûled og þurfti að brûla með stjörnuljósum og rakettum.

baun

bara alvöru gormar eiga svona wimpa-eldvörpur tek hattinn ofan fyrir Huga og megi eldsmaturinn færa honum gleði og gómsæta magafylli

Hugi

Jújú Kalli, ég mun sitja við hljóðfærið og spila eitthvað skemmtilegt ragtime á meðan borgin fuðrar upp. Hildigunnur - eldvarpa, það er málið. Þarf að æfa þýska hreiminn og geðveikislega hláturinn fyrir kvöldið. Get annars mælt eindregið með eggjahvítu-omelettunni sem ég vísaði í hér ofar (heldur um magann).

Sveinbjörn

To be fair, þá er þetta alveg skemmtilegasta eldhúsáhald sem ég hef nokkru sinni "prufað"...

Hugi

Já Sveinbjörn, þú tókst þig vel út með eldvörpuna. Þú hefur ekki íhugað að leggja heimspekina á hilluna og gerast franskur kokkur?

Lindablinda

Hef ótal sinnum reynt að framkalla Krem Brúllu en ávallt hefur það misheppnast. Held að ég sé eitthvað að misskilja þetta vatnsbað, en einnig hefur þetta eitthvað með þeytinginn að gera. Kannski er þetta hið besta mál því að þessi desert færi létt með að gera mig að feitustu konu í heimi.

Hugi

Ekki veit ég hvers vegna brullurnar heppnast hjá mér. En þær heppnast. Mmmmmmmmmh. Ég er með sex stykki hérna en þarf bara tvö í kvöld. Á ég að FedExa restina til þín?

Lindablinda

Jess plís.........og ég verð óbís..............ó joy!

Siggi Óla

Iss....hver þarf viftu? Annars er sveppskýið sem myndaðist minnisstæðara en viftueldsvoðinn. Það segir hins vegar mikið um ölvunarstig okkar að okkur skyldi bara finnast þetta fyndið. Blokkin hefði brunnið til kaldra kola ef Einar hefði ekki gripið í viskustykkið og slökkt eldinn með hetjulegum hætti. Rifjast þá reyndar upp önnur góð saga af slökkviliðstilburðum Einars! Hehe....... Annars sé ég þig alveg fyrir mér með brennarann: "Now there's just one thing you have to ask yourself: Do I wan't a creme brulé? Well do you?.....PUNK!"

Elín

Hey það er líka ómegrunardagur í dag! fedexaðu eina á mig líka :)

Lindablinda

...........öll mín 50 og eitthvað kíló bíða spennt og glennt........en mikið djöfull hvað FedEx eru orðnir slappir. (andvarp) Verð vist að vera englakroppur áfram.

Elías

Ég held reyndar að ég hafi aldrei gerst svo frægur að smakka þetta créme brulêe sem allir eru að tala um og veit ekki einu sinni hvernig það lítur út. Í fyrsta skipti sem ég heyrði á það minnst var í fyrra eða hitteðfyrra þegar sonur minn gaf mér sígarettukveikjara sem hann keypti í París (ég var nikótínisti þar til í fyrrahaust) og systir mín spurði mig hvort þetta væri créme brulêe brennari.

Lindablinda

Fékk bara að kyssa unga útlendinga, en ekkert krembrúllei.....hrmpffhh. Fed ex geinilega skítasjoppa.

Hugi

Suss, ég biðst innilega afsökunar. Það var skemmtilega gestkvæmt hjá mér í gær og ég gleymdi alveg að FedExa brulée-in. Ég verð að bæta fyrir þetta, t.d. með stóru Brulée-festivali á Hagamel í sumar. Linda og Elín, þið verðið heiðursgestir, eða Brulée-stelpur, eins og það mun kallast. Íklæddar bikini úr búðingi og brenndum sykri. Og Linda, bannað að stöðva frásögnina þarna! Hvaða útlendinga varstu að kyssa? Hvers vegna, hvenær, hvernig hvar? Ég vil lýsingar í smáatriðum! Er nýtt ástand að hefjast og hvaða þjóð er það þá sem er núna að ræna okkar besta kvenpeningi? Siggi, þetta var í alla staði eftirminnileg flambering :-). Elías, þetta hlýtur að hafa verið rosalegur kveikjari!

Elín

Allt í góðu með bruléein, ég er búin að borða nokkur um helgina þökk sé vinnunni minni ;) En júbb ég gæti alveg þegið að vera sam-heiðursgestur í veislu, spurning hvort þetta yrði ekki að vera í vetur frekar svona þegar fer að kólna svo bikikíin haldist á?

Hugi

Elín, það er alls ekki skilyrði af minni hálfu að bikiníin haldist á.

Lindablinda

Iss. Þetta var nú bara eitthvað Norðmannsgrey, blautt á bakvið eyrun í þokkabót, sem fannst hann þurfa að fá að smakka á mér. Hélt að það kæmi fríkeypis með dansinum. Ég ákvað að slá til og smakka hann bara. Það var eins og að vera komin í gaggó aftur. Ekkert nema tennur og slef. Annars er ég algerlega geim í brulée bikiníið. Bara fá stærðirnar Hugi og fara að föndra. Verst að erfitt er að éta sitt eigið bikiní af sér. Verður einhver bara að taka það að sér þá. Sigh.

Kalli

TMI Linda... TMI.

Hugi

Neinei, aldrei TMI. Linda, engar áhyggjur, karlarnir verða í Brulée-þvengjum. Þetta stefnir í að verða hið skemmtilegasta samkvæmi.

Lindablinda

Játa á mig vanvitahátt. TMI......?????

Hugi

Ég þurfti sjálfur að gúgla þetta, maður lærir snemma að gera það þegar maður umgengst gáfumenni eins og Kalla sem slá um sig með útlensku. Niðurstaðan: "Too Much Information". Það virðist a.m.k. eiga betur við í þessu samhengi en "Three Mile Island", nema Kalli hafi meint að það jafnist á við kjarnorkuslys að dansa við Norðmann.

Kalli

Tjah... þegar þú nefnir það...

Lindablinda

Þetta var nú bara einn saklaus koss, svolítið ýkt lýsing á smámunum, annars væri ekkert gaman að því. (blikk, blikk) Að kyssa ungan Norðmann var samt eilítið eins og pínu slys- engin kjarnorka en ......slys. Mun ekki gera meira af því að næstunni.

Hugi

Linda - we've all been there. Þeir virðast svo litlir og sætir með syngjandi hreiminn sinn, en svo eru þetta bara gleraugun og tennurnar. Og ef eitthvað er að marka mína reynslu færðu örugglega gíróseðil fyrir "skemmtun" frá Noregi á næstunni. (bíður spenntur eftir að verða tekinn af lífi af norska hluta fjölskyldunnar)

Elín

Verður eitthvað fitting fyrir þetta dæmi eða er nóg að senda þér málin í tölvupósti?

Hugi

Mál eru ágæt, fitting er frábært en best væri að þú sendir mér af þér bikini sem ég get bakað utan um. Ekki þvo það. (vá, hvað er eiginlega í þessu kaffi sem ég er að drekka??)

Lindablinda

Whahahahaha!

Kalli

Hugi, ertu nokkuð farinn að hanga á vafasömum japönskum netverslunum?

Elín

Þú færð það óþvegið Hugi! Farið í póst. Þú kannski skilar því þvegnu? ég veit að Anna á fína þvottavél. Kalli: láttu ekki eins og þér hlakki ekki til að fá Brulée þveng í safnið

Kalli

Mig vantar bara góða myndavél eða ljósmyndara til að smella af myndum af mér í Brullé þvengnum. Anna ætlar að hanna ÞvengKarls síðuna.

Hugi

Kalli, þekkjandi japanska menningu lítillega, er til japönsk netverslun sem ekki er vafasöm? Elín, skila honum aftur segirðu. Jahá, jæja ég skal athuga hvað ég get gert varðandi það. (PS: Ég er búinn að reikna það út að það er að meðaltali í athugasemd 32,7 sem orðið "þvengur" kemur upp)

Kalli

Góð spurning. Eins og Bill Maher sagði: „...I'm for any sexual perversion the Swedes can dream up and the Japanese can make disgusting.“

Hugi

Hahaha, góður!

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin