Kreppufóður

8. janúar 2009

Á myndinni: Hveiti, ger, ólífuolía, vatn, sykur, salt. Rauðlaukur, hvítlaukur, paprika, smá chili, nautahakk, tómatar, ananas, skinka. Mynd tekin rétt áður en ég vafði blöndu af mozarella og parmesan inn í kantana, tilraun sem heppnaðist bara ... ágætlega. Grrrrrr. Rop.


Tjáskipti

Steinunn Þóra

Ég held að mér hafi mjög sjaldan eða aldrei áður fundist pítsa með nautahakki girnileg. Vel gert!

Hugi

Nei, ég nota eiginlega aldrei nautahakk á pitsur. Það bara lá undir skemmdum í ísskpánum, svo ég sveik lit.

inga hanna

ekki amaleg kreppa hjá þér!

Hugi

Jú, þetta er agalegt ástand. Ef það væri ekki kreppa þá hefði ég étið léttsteikta fimmþúsundkalla eins og alltaf á fimmtudögum...

Syngibjörg

Já girnileg er hún því hakk á pizzu hefur aldrei heillað mína bragðlauka. Allt spurning um samsetningu greinilega:O)

Hugi

Agjörlega Syngibjörg - alltaf bara spurning um samsetningu. Nautahakk út á Royal-búðing með karamellubragði og þeyttum rjóma er t.d. alveg off!

inga hanna

það var nú verið að tala um svið með bearnaisesósu í vinnunni í dag - þið hafið kannski smekk fyrir svoleiðis!

Hugi

Fjandinn sjálfur! Inga hanna! Veit einhver hvernig á að þrífa ælu af lyklaborði?

anna

Engan bömmer krakka. Svið með bearnessósu heitir á gróðærismáli: fusion. ;)

hildigunnur

wahahah, við sem vorum að enda við að bjóða matvöndustu manneskju sem við þekkjum heim í svið með bearnaise hér á þriðjudaginn :D :D :D Hér í kvöld var pizza, heimagerður botn, heimasoðin sósa, niðursneiddur laukur ofaná. Beat that for kreppufóður...

hildigunnur

(já, semsagt, væntanlega verður ekki svið með bearnaisesósu í matinn, þegar matvendningurinn kemur. Samt munum við bjóða í fusionkvöld...=

Syngibjörg

Hefur einhver ykkar borðað saltfisk með seríósi????? Mér var boðið upp á slíkt í sumar - kom á óvart!!!

Hugi

Hehe Anna... Þorra-fusion... Ég sé reyndar fyrir mér að Kreppu-fusion gæti náð vinsældum á næstunni - eldað úr því sem er til á heimilinu (gamalt kókómalt, grænar baunir og sinnep). Nom, Hildigunnur, ójá - heimagerða pizzan er hið fullkomna kreppufóður. Ekkert mál að gera algjöra sælkeramáltíð fyrir tvo sem kostar undir 500 kallinum. Syngibjörg?? Já, ég ímynda mér að það hafi komið á óvart! Ef einhver mundi bjóða mér upp á þetta þá mundi það líka koma mér á óvart! Ég er samt forvitinn, hvernig var þetta eiginlega framreitt? Saltfiskbútar í cheerios-disknum, svona eins og jarðarberin utaná pakkanum?

inga hanna

hvað á maður að búa til úr kirsuberjasósunni sem var keypt á ris a la mandið sem var aldrei búið til um jólin? hún verður runnin út um næstu jól!

Hugi

Það má gera margt mjög skemmtilegt með kirsuberjasósu... Pönnukökur og ís, kannski?

inga hanna

já... ekki svo galin hugmynd! græja það kannski við næsta orkuskot :)

Hugi

Skoðaði Interntið og þú getur a.m.k. útilokað að fá hjálp með uppskriftir frá http://www.cherrysauce.com/ (hef ég einhverntíman nefnt hve mikið ég elska Intervefinn og Google?)

Ósk

Ja hérna hér! Úr pizzu í klám á tveimur sólarhringum. Þetta hlítur að vera met.

Hugi

Það held ég tæpast. Ég hef heyrt vafasamar óstaðfestar gróusögur af fólki sem fer úr pizzu í klám á örfáum mínútum. Svo bíddu með að hringja í Guinness. Mmmm... Guinness...

Syngibjørg

Saltfiskurinn var steiktur a' pønnu med lauk, og borinn fram med seriosi og sodnum kartofflum. Seriosid bordar madur med sem med'læti og vegur upp a moti seltunni i fiskinum. Kom verulega a ovart og var bara mjog gott. (Lyklabordir her i Køben er ekki med islenskt stafrof)

Hugi

Jahérna... Þetta er alveg það geggjað að maður gæti neyðst til að prófa það.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin