Þegar maður nennir ekki að skrifa...

10. desember 2006

...þá sest maður bara niður og bullar í hljóðnemann.


Tjáskipti

Miss G

Það er ábyggilega pláss á markaðnum fyrir Útvarp Gelding. Spurning hver myndi auglýsa og hvað?

Hugi

Já, ég veit að ÉG mundi hlusta á fréttir á Útvarp Geldingi. Veit ekki hverjir mundu auglýsa, en hef lúmskan grun um að "penis enlargement" auglýsingarnar sem ég fæ daglega í pósti yrðu ekki mjög vinsælar.

Þór

Hva, þú gætir örugglega dubbað makkann upp sem auglýsingaþul og fengið hann til að láta Victoriu lesa karlmennskuauglýsingarnar daginn út og inn á meilli þess sem áhugamenn um Jazz fá að njóta slagverksiðkunar þinnar :) Svo rukkarðu karlmennskuauglýsendurna um auglýsingagjöld - tvær flugur í einu höggi, frægð OG fé ;)

Þór

meilli ? milli... Veit ekki hvaðan þetta "e" kom... sennilega draugur í lyklaborðinu mínu :P

baun

athyglisvert...

Miss G

Ég myndi líka hlusta, til tilbreytingar, og held meira að segja að Radio Eunuch gæti orðið alþjóðleg keðja. Þú ferð ekkert á fætur fyrir minna en heimsyfirráð, er það nokkuð?

Hugi

Heimsyfirráð, það er og verður alltaf markmiðið. Heldur mér gangandi svona dags daglega. Ég er með tvo kjarnaodda inni í kústaskáp sem ég bíð bara eftir rétta tækifærinu til að nota. Baun, athyglisvert- það var rétta orðið. Þetta er það sem gerist þegar maður hefur setið of lengi við píanóið og æft sig. Heilastarfsemin verður... Öðruvísi. Þór, einmitt!

Miss G

Kjarnaodda ... já, þú ert náttúrlega með dálítið hættulega nágranna. Hvar var annars kommentið um jólaútgáfuna af Summertime? Ég var alveg komin með textann.

Óskar Skiptigúru

Ég hef í gegnum tíðina búist við ýmsu á karlmenn.is .... en ekki þessu.

Elías

Útbúðu loftskiptan gasklefa með helium í stað köfnunarefnis. Það verður aðalstúdíó Útvarps Geldings. Bjóddu svo stjórnmálamönnum að bulla í beinni.

Hugi

Elías. Þetta er besta hugmynd sem ég hef á ævinni heyrt! Helíumstúdíó fyrir stjórnmálamenn! Heck! Hví ekki bara að fylla Alþingi af helíum! Þetta yrði svona algjörlega "content over presentation"-dæmi, þegar allir hljóma jafn heimskulega hljóta menn að verða að segja eitthvað af viti. Miss G., komdu með textann Óskar, hér ber alltaf að vænta þess óvænta!

Miss G

Christmas time, and the shopping is boring, sheep are shagging and the snowdrift is high... (ofstuðlun, ég veit). Restin: as usual.

Miss G

Ég tek þetta allt til baka [veeeeeeinn]

Hugi

Ha, taka til baka, hvað meinarðu? Læt Geira Gelding syngja þetta við Summertime á morgun :-).

Halldór (sem þú hittir rétt fyrir aftöku) Eldjárn

Jááá blessaður maður! Snilld dauðans já :)

Hugi

Hehe, blessaður Halldór! Já, var þetta aftaka hjá þér? Hvað eruð þið trommuleikararnir líka að vilja upp á pall í hljómfræði :-).

Halldór (sem þú hittir rétt fyrir aftöku) Eldjárn

Það er til þess að ég get einhverntímann útskrifast úr skólanum :P Heldur asnalegt kerfi á þessu. En hvernig gekk þér annars?

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin