Rugl

20. júní 2006

Í dag, klukkan 15:02 að staðartíma, gekk ég inn í Hljóðfæraverslun Leifs Magnússonar við Suðurlandsbraut með einfalt markmið í huga: Ekki kaupa píanó.

Og ég stóðst freistinguna, því stuttu síðar gekk ég út án þess að hafa keypt píanó. En núna á ég hinsvegar frátekinn þar Yamaha C2 flygil sem væntanlegur er til landsins á næstu dögum.

Bara til að prófa, sko.


Tjáskipti

baun

athyglisverð freistingaþjálfun þarna á ferð, may the force be with you

Hugi

Vissulega. Og allt ykkur að kenna. Eða þakka :-).

Lindablinda

Ánægð með þig. Ég á eina svona pöntun hjá þeim. Hét að vísu Guðrún á pöntuninni, en það sem ég fékk kikk út úr því að panta dýrið. Oft hugga ég mig við að ég á ósótta pöntun upp á nokkrar millur og kannski leysi ég hana einhverntíma út. Verst að ég verð líklegast búin að gleyma undirstöðunni í fyrsta hefti Cherny's þegar og ef það gerist.

Útifrík

hahahhaah :)

DonPedro

VeiVei flygilll!!!! Þú ert uppáhalds!!!!

hildigunnur

jei :-D

Carlo

Verður ekki brjálað svall í samkvæmisklæðnaði? Og þá meina ég sko smóking og samkvæmiskjólum.

Hugi

Kalli, ef þú mætir í bæði smóking og samkvæmiskjól, þá skal ég glaður bjóða upp á drykki! En jú, ef ég læt af þessu verða, þá skal sko verða svallveisla á Hagamel - þ.e. fyrir þá sem þola undirleik undirritaðs, því ég á væntanlega ekki eftir að geta slitið mig frá hljóðfærinu í nokkra mánuði. Annars kom ég heim í dag og sneri öllu við, inni í eldhúsi, undir rúminu, inni í skápunum, en ég bara finn ekki þessa fjandans milljón sem ég ætlaði að nota til að kaupa flygilinn. Hvar hef ég eiginlega sett hana? Linda, þú kíkir einhverntíman í heimsókn og ég skal pína þig með Czerny. Og flengja þig með reyrpriki þegar þú slærð feilnótu. Ég er svo góður gestgjafi :-):

Stefán Arason

Varstu búinn að kíkja inn í ísskápinn eftir millunni? En er ekki bara komin að því að selja líkama þinn og aukalíffæri til að eiga fyrir gripnum?

Hugi

Stebbi, hversvegna heldurðu að ég sé svona kátur yfir að fá ykkur í heimsókn? Ég ætla auðvitað að byrla ykkur ólyfjan (bara mín hefðbundna eldamennska) og ræna svo úr ykkur líffærunum til að selja á svartamarkaði. Sjáumst á föstudaginn þarnæsta. MÚHOHOHO.

Harpa

Föstudaginn þarnæsta..... hlakka til......... Ef mér verður boðið..... uúúúúúhhh ef ekki, dööööhhhhhhhhhh ;-)

Hugi

Tjah Harpa, ef þú ætlar að vakna með mér til að sækja þetta lið tl Keflavíkur þá er það svo mikið meira en velkomið :-): En þú ert annars boðin í flygilspartýið gríðarlega, sem líklega verður ekki haldið, en verður mjög gott ef það verður haldið.

Carlo

Ef veitingarnar verða kampavín (kannski Laurent Perrier? :)) þá skal ég tékka á að leigjja tux. Má ég samt vera í strigaskóm?

Hugi

Fyrir flygil dugir sko ekkert minna en kampavín. Flokkast það ekki annars undir kampavín ef ég set vatnsblandaðan landa í Soda Stream-tækið mitt? Strigaskór við kjólföt eru bara töff. Það er "on the go businessman"-útlitið í hnotskurn.

Carlo

Nei, þú ert að rugla uppáhaldinu hans Lifurs við kampavín, held ég.

Gestur

Hugo, þú mátt ekki koma Carlo í uppnám. Hann er fagurkeri. Annars líst mér vel á þessa "fara í búðir til þess að versla ekki neitt aðferð". Doktor Phil má fara að vara sig. Ekki þar fyrir, maður í þinni stöðu á ekki að láta bjóða sér neitt annað en Yamaha C2. Líttu bara á þetta sem frágengið, en mundu bara að segjast ekki heita Guðrún. Það hefur verið reynt áður.

Lindablinda

Sko! Er orðin svo ryðguð að ég stafaði Czerny ekki einu sinni rétt!! Þetta verður þá eins og í þá gömlu góðu heydaga hjá Agnesi Löve, nema hún notaði naglaþjöl til að slá á fingurna. Good times. Af hverju ætli ég hafi hætt hjá henni?

DonPedro

Ég á kjólföt, þannig að ég get verið við hæfi. Eina sem gerist er að það fara allir að panta hjá mér drykki þegar ég er í þeim.

Hugi

Gestur, "maður í minni stöðu", haha, ég heyri þessa setningu ekki nándar nærri nógu oft :-). En já, ég er að íhuga að gefa út bókina "Storkaðu freistingum til að standast þær". Verst að ég er sjálfur að klikka svona illa á eigin aðferðafræði, en við látum það nú ekkert fréttast, er það? Pedro, það er ekkert vandamál - þá færð þú að sjá um drykkina :-). Bara muna að passa að halda viskíglasinu ofan á flyglinum fullu (og þar með mér líka). Linda, ég las "Löve" aftur og aftur sem hinn ýkta íslenska framburð á enska orðinu "Love". Hún hefur ekki alveg staðið undir nafni.

Elín

Einn southern comfort í appelsín takk. Til hamingju annars með frátektina :)

hildigunnur

ooohh, Linda, varstu hjá Agnesi? OMG!

baun

vil bara benda þér á að þó að þú fallir fyrir öllum freistingum veraldar, þá er það engin fyrirstaða fyrir því að gefa út lært sjálfshjálparrit (sem þú ert búinn að finna öndvegisnafn á, en hugsaðu glóbalt: Defy temptations, defeat temptations, conquer the universe)

Gestur

Ég held að Hugi þurfi að fara að láta sauma á sig ofurhetjuföt.

DonPedro

Flügenspielman

Carlo

Er hann ekki eina rauðhærða ofurhetjan?

Mjása

Peningar eru til að eyða þeim. Kauptu gripinn.

Hugi

Batman er reyndar rauðhærður. Hann er hinsvegar með ægilega minnimáttarkennd og litar sig. En hversvegna í ósköpunum ætti ég að þurfa ofurhetjuföt? Ég er líklega lélegasta hetja sunnan norðurpóls. Ef einhver mundi kýla mig, þá mundi ég spyrja viðkomandi fullur meðaumkunar hvort hann hefði meitt sig í hnefanum. Takk Mjása en vandinn er að ég á ekki þessa peninga - mætti kannski frekar segja "yfirdrátturinn er til að nota hann"? :-) Baun, global, já! þetta er titill sem við getum notað! Elín, einn Southern Comfort í appelsínusafa kominn á borðbrúnina hjá mér og bíður eftir þér. Og þetta geri ég, jafnvel þótt Southern Comfort í appelsínusafa sé hugsanlega mesti óbjóður í hinum þekkta alheimi.

Elín

Nei nei nei... ekki appelsínusafa... appelsín as in egils! oj já í appelsínusafa, já það væri nú ógeðslegt ;)

Carlo

Ólíkt Southern í Appelsíni...

Hugi

Elín. Hverjum sitt, segi ég alltaf. Ég held að "Southern"-hlutinn af heiti drykksins eigi við staðinn sem maður er að tala um þegar maður segir "farðu norður og niður". Ég hef verið illa staddur í lífinu og drukkið allskyns bremsu- og gírvökva, jafnvel koppafeiti, en aldrei, aldrei, mun ég snerta Southern Comfort. Ég hef mína sjálfsvirðingu.

Carlo

Ég heyrði nú konu tala um að „fara suður“ nýlega. Ég ætla að leyfa ykkur að ímynda ykkur hvað hún átti við en athöfnin getur veitt comfort. Þetta fær mig líka til að velta fyrir mér merkingu textans í laginu Aldrei fór ég suður. Eníhú, þá er þessi drykkur samt ekki áhugaverður...

Elín

Hugi: ertu þá að segja að ég sé ekki með sjálfsvirðingu? :P Kalli: LOL aldrei fór ég suður.... þetta hafði mér ekki dottið í hug áður. En Southern er kallað LPR í daglegu tali í USA.... allavega suðurríkjunum, LPR stendur fyrir "liquid panty remover"..... yndislegur drykkur, bestur í appelsín, en góður on the rocks líka. But back to the flygel....

Gestur

Ég vona að "suður" þýði ekki að eitthvað sé farið að láta verulega undan þyngdaraflinu. Nei, það viljum við ekki. Hugo: þú ert kominn með fötin, slagorðin og flygilinn. Það er ekki eftir neinu að bíða. Maður í þinni stöðu getur ekki verið þekktur fyrir að hika.

Guest

Leiðrétting; Hugo og Carlo (og Pedro) til heiðurs. Eileen? Bean? Blind-Linda? Harp? Etc.

Guest

Auðvitað á Hugi að heita Hug, hvernig læt ég. Hann er svo vinalegur. Og líka með ofurmátt.

Carlo

Nei, að fara suður er ekki eitthvað sem fylgir öldrun heldur aðgerð. Hugsið ykkur bara ástralskan koss. Eins og þeir frönsku nema bara down under.

Guest

;)

Mrs. Bean

Mér er dillað

Carlo

Ég fatta núna hvaða verslun þú varst í. Píanó og harmóníkur. Mjög kúl ples :)

Hugi

Jahérna, ritstjóri bregður sér af bæ í smá tíma og á meðan streymir hér fram endalaus sori og tvíræðar tilvitnanir. Ég er hæstánægður með ykkur. Elín, jú líklega ertu með heilmikla sjálfsvirðingu. Og þegar þú nefnir það þá þarf reyndar sterkan karakter til að drekka Southern Comfort. Og það er náttúrulega bara ofurmenni sem játar það á opinberum vettvangi. Og nú þegar ég hef lært um LPR-eiginleika efnisins mun ég eflaust bæta einni flösku í vínskápinn. Ég lendi stundum í bölvuðum vandræðum við að fara úr nærbuxunum á kvöldin. Svoleiðis hendir menn í minni stöðu. Þegar ég finn milljónina mína (skil ekkert hvað ég gerði við þetta, þetta var stórt búnt af fimmþúsundköllum sem á stóð skýrt skrifað "Flygill") mun ég vissulega bjóða einvalaliði á píanóbarinn að Hagamel :-). "Hug", heh, takk Gestur, veit ekki hvort ég á inni fyrir því :). Og já Kalli, hljóðfæraverslun Leifs er alveg magnaður staður og stórhættulegt fyrir mig að koma þangað inn. Þeir voru með Steinway D á sýningargólfinu þegar ég kom um daginn (leyfið mér að endurtaka: <em>Steinway D-flygil</em>) og ég fékk að grípa í hann. Ég er ennþá með gæsahúð - það er næstum því farið að verða sárt.

Hugi

Og hah! Aldrei fór ég suður? Á ekki við um mig - ég <em>flutti</em> suður árið 1998 og hef aldrei séð eftir því. Reyndar flutti ég að austan, veit ekki alveg hvernig ber að túlka það.

Carlo

Ég ætla að halda aftur af mér hvað varðar þessar suðurferð þína Hugi...

Hugi

Takk Carlo, ég met það mikils. Svona virka góð ofurhetjuteymi, við styðjum hvorn annan í gegnum súrt, sætt og tvírætt.

Siggi Óla

Eins og Andrés önd sagði: "Peningar eru bara pappír þangað til búið er að eyða þeim". Go for it. Er græjan ekki annars örugglega með "mute" takka. Fara nágrannar þínir (sem virðast t.t. óstabílir fyrir) ekki endanlega yfirum þegar Rachmaninov fer að óma um húsið? Verður þá ekki tímaspursmál hvenær þeir mæta á þröskuldinn hjá þér með heykvíslar og kyndla?

DonPedro

Sit núna og velti fyrir mér hvað Pet Shop Boys meinuðu þegar þeir sungu "Go West".

Elías

Til hamingju! Ég ligg á Ebay þessa dagana að leita að Würlitzer EP200, sem ég ætlaði alltaf að kaupa þegar ég var 16, en varð aldrei úr. Það kostar áreiðanlega meira en flygillinn þinn í dag.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin