Hilmir snýr ekki heim

15. febrúar 2006

Jæja, ég hef ekkert heim til mín að sækja og það er brjálað að gera í vinnunni, þannig að nú ætla ég opinberlega að hefja mitt eigið litla vinnumaraþon og vinna mér til óbóta næstu vikur. Ég er búinn að finna létt og hressilegt slagorð fyrir þetta átak; "Vinnan frelsar manninn", og hengdi það á borða fyrir ofan hurðina að skrifstofunni minni.

Ég er byrjaður að safna áheitum, þeir sem vilja styrkja framtakið eru beðnir að tjá sig við þessa færslu og tiltaka þá nafn, kennitölu og fjölda koffíntaflna sem styrkja skal um.


Tjáskipti

Stefán Arason

Elsku karlinn! Farðu þér nú varlega í þessu maraþoni þínu. Ég skal styrkja þig með góðu viskýi og vonandi einhverju að eta í næsta skipti þegar þú kemur í heimsókn.

Einar Solheim

...er nóg að ég bara lofi að borga launin þín?

Hugi

Eru næstu laun greidd í koffíntöflum?

Siggi Óla

Vinna er ofmetið fyrirbæri sem hefur aldrei skilað nokkrum manni nokkrum sköpuðum hlut.

Hugi

Kolrangt, vinna er alveg gríðarlega þægilega nærtækt tól í leitinni að lífsfyllingu.

Sævar

Mér líst vel á þetta... passaðu þig bara á því að þegar vinnuveiternurnir leiða þig inn í lokaðan klefa og segjast ætla baða þig... þá er ekki allt sem sýnist

Hugi

Jájá, núna segirðu mér þetta, ég var hreinn sveinn - HREINN SVEINN SEGI ÉG! (eða er maður það kannski tæknilega ennþá ef maður er gagnkynhneigður og viðkomandi yfirmaður var karlkyns?)

Daníel

Uuuuuu.... bíddu.... er semsagt að *byrja* vinnulota núna? Hvað var þá að gerast fyrir helgina? Bara nokkrir rólegir dagar í vinnunni, þetta 16-18 tímar í senn? 20 tops? Aldrei meira en 22ja tíma lotur? Max sólarhringslangar? Skal splæsa lakkrístei.

Pedro

Það sem ekki drepur þig geriri þig bara veikari fyrir....

Bragi

Þjóðverjarnir notuðu þetta skemmtilega slagorð líka á sínum tíma....

Hugi

Nei, þú segir ekki. Hvílík ótrúleg tilviljun. Ég er bara alveg gáttaður.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin