Forsmann

25. október 2009

Ég legg til að við þjóðnýtum Forseta Lýðveldisins í þágu tískuiðnaðarins og leigjum hann út sem Dressmann-módel - hann er augljóslega fæddur í hlutverkið. Maður hreinlega kiknar í hnjáliðunum þegar maður sér öruggt, karlmannlegt göngulagið og eilítið ruddalegan, uppbrettan kragann flaksandi um sterka hökuna.


Tjáskipti

Ósk

Huggulegur með flaxandi flappana á gulum grasvellinum, ætli Dorrit hefði fengið að vera með ef það væri kvenfata deild í Dressmann?

baun

Er ekki verið að brjóta einhver mannrétindi á manni þegar maður í mesta sakleysi fer inn á þessa síðu og fær forsetann í fangið? Aaahhh...en svo bjargar Derrick þessu fyrir horn. Ég pant fá Derrick sem forseta lýðveldisins.

Hugi

Þú heilagur... Derrick yrði svalasti forseti á Jörðinni! Stofnum samtök um þetta. {macro:km:picture id="1000624"}

baun

Hvar á ég að skrifa undir?

Sveinbjörn

Til hamingju með ungann!

Hugi

Baun, ég fer af stað með rafræna kosningu fljótlega. Takk Sveinbjörn :)

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin