Oh joy...

8. apríl 2008

Mér var að gefast frábært tækifæri til að hjóla í vinnuna í nokkra daga!

Bíllinn s.s. á leiðinni á verkstæði á morgun - í loftfjaðraskipti. Og miðað við áætlað verð virðist sem svo að Range Rover loftfjaðrir séu búnar til úr trufflum og kvikmyndastjörnum, og pakkningarnar úr hafmeyjarhári. Skil ekkert hvað ég gerði við öll þessi peningafjöll áður en ég eignaðist andsetinn breskan bíl - og samt elska ég hann ennþá. Furðulegt.


Tjáskipti

Sveinbjörn

Þú ert eins og kona sem er barin í buff af karlinum -- hún kemur alltaf aftur til hans því hún heldur að hann sé "innst inni" góður.... ;)

Þór

Er það ekki frekar eins og kúgaði eiginmaðurinn ? Þessi sem á enga eigin vini lengur, bara „vini hennar“. Þessi sem lætur hana fá öll launin sín. Þessi sem er búinn að sofa í sófanum í 20 ár, vegna þess að „hún þarf meira pláss“. Ég held það :P

Hugi

*bzzzt* og *bzzzt*, rangt svar hjá ykkur báðum. Blakkur er eins og stúlkan sem maður elskar - maður tekur henni með öllum hennar kostum og göllum og gerir það brosandi, vegna þess að hún er þess virði ;-). (Jesús Kristur á reiðhjóli, ég er farinn að hljóma væminn þegar ég tala um bíl! Heimsendir!) En Sveinbjörn, þetta er alveg snilldarleg útgáfa af Wernher von Braun sem þú ert með á blogginu hjá þér!

Guðjón Viðar

Range Rover ? Þú hlýtur að vera fjárhagslegur masókisti eða á einhverjum sérsamning við bifreiðaverkstæði :)

Hugi

Fjárhagslegur masókisti. Kaupi hluti með hjartanu, ekki heilanum.

Sveinbjörn

Ég, hins vegar, kaupi hluti með typpinu. Þess vegna fóru öll námslánin mín í <a href="http://realdoll.com">RealDoll</a>.

Hugi

Suss Sveinbjörn - beið bara eftir að einhver nennti að tékka á HTML-hreinsun kerfisins :-). Kominn tími á að hreinsa þetta aðeins upp.

Sveinbjörn

Sorrý Hugi, couldn't resist the temptation :D. En mér finnst nú samt að þú ættir að leyfa fólki að linka og italiciza etc.. Bara spurning um að hakka inn smá regex kóða. Ég get látið þig hafa regexið sem ég nota í Mentat ef þú vilt.

Arnaldur

"Sell a kidney" hehehe, góður. Nice notendamynd btw.

Hugi

Blesssaður og takk fyrir síðast Arnaldur :-). Já, ef þú vilt fá mynd af þér hérna, þá bara sendirðu mér hana og ég smelli henni inn (login hluti kerfisins ekki alveg tilbúinn ennþá). Sveinbjörn, ég ætla að klambra einhverju saman í kringum þetta um helgina. Búið að vera í vinnslu lengur en mig langar að muna :).

inga hanna

mér finnst frábært hvað framleiðendur hafa verið raunsæir við hönnun mælaborðsins!

Hugi

Jájá, þetta eru algjörir öðlingar Inga Hanna. Þegar hann er að verða olíulaus, sendir hann líka sjálfkrafa inn umsókn til bankans míns um skuldabréf með veði í íbúðinni minni. Ótrúleg tækni!

Guðjón Viðar

Ég ætti nú ekki að setja mikið varðandi fjárhagslegan masókisma því ég á Benz ML. Fór með hann í almenna vorskoðun um daginn og reikningurinn var verulega athyglisverður. Var svona að pæla í að þegar bifreiðaverkstæði eru komin yfir 200 þús. í viðgerðakostnað án þess að tala við mann, er það ekki dáldið spes ? Samt var ekkert að svo sem. Bara skipta um kerti, 12 stk. 4000 kall stykkið, smá lega, kertaþræðir.

Hugi

Yfir 200þús? Pfft - þeir hringja nú yfirleitt í mig og segja mér að það taki því ekki að gera við hann ef viðgerðin er undir því...

Guðjón Viðar

Tekur því ekki að gera við hann ef það er minna en 200 þús.:) Góður:)

Hugi

.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin