Þrátt fyrir þrálátan orðróm er ég ekki búinn að hengja mig. Ég hef bara haft furðanlega mikið að gera og skammast mín orðið þegar ég lít á vefinn og sé allt sorgmæta fólkið sem kommentar út í tómið. Samviskubitið náði hámarki þegar ég hitti Hildigunni niðri í skóla, en hún kýldi mig beint í andlitið og lét rigna yfir mig skömmum fyrir að blogga ekki, svo ég ákvað að skrifa. Hún veit hvar ég bý.
En ég hef samt ágæta afsökun fyrir þögn síðustu vikna - er búinn að vera að snúast í hringi sökum anna og er kominn með einkarétt á jöfnunni 100% vinna + 100% nám = 200% geðveiki. En lífið gæti samt ekki verið betra þar sem vinnan og píanóið eru hvorttveggja í miklu uppáhaldi hjá mér. Geðveiki er aldrei alslæm.
Við tókum okkur annars til í bandinu mínu um daginn og héldum tónleika á Kringlukránni, spiluðum djass í 2 tíma fyrir pökkuðu húsi. Bandið fékk nafnið "Brennuvargarnir", þar sem tónleikarnir áttu upphaflega að vera á Rosenberg... Við erum voða fyndnir.
Smá hljóðdæmi fyrir þá sem ekki voru á tónleikunum - sökum sjálfhverfu er þetta bara eitt lítið píanósóló (úr gamla Ellington-standardinum "Don't get around much anymore")- en ég hef greinilega verið í miklu hljómastuði þarna, ekkert mikið verið að pæla í línunni...
You must install the Flash Player to watch this movie online.
Fróðleiksmoli: Auglýsingaplakatið fyrir kvöldið heppnaðist ekki betur en svo að ég skartaði mínu fallegasta aulabrosi á myndinni og var þar að auki með opna buxnaklauf - sem ég vakti svo aukaathygli á með höndunum. Allt eftir öðru á þessu heimili.
(Ákveðið breakthrough þegar maður er farinn að skrifa bloggfærslur með stórum hvítum hring utan um kynfærin á sér)
Allt um það - ég byrja að skrifa aftur innan mánaðar. Síðasta prófið mitt er eftir tvær vikur og eftir það hef ég ekkert betra við tímann utan vinnunnar að gera en að skrifa. Það er ekki eins og ég ætli að fara að reyna að eignast líf.
PS: Ég er of latur til þess núna, en á morgun ætla ég að líta á öll ósvöruðu kommentin. Og ég ætla að svara hverju einasta súpermann-tengdu hæðnisskoti.
þarna má sjá ákveðna hreyfingu handanna á leið inn í hringinn...enda ertu sá eini á myndinni sem ekki heldur á hljóðfærinu sínu* *en það getur þú auðvitað þegar þú ert búinn að vippa þér í sokkabuxurnar og naríurnar utanyfir...
Það hebbbði nú alveg mátt láta vita af tónleikunum. Ekki það að ég hefði svosem ekkert komist þó ég hefði vitað af þeim. Er búinn að vera að trassa tónleika hjá vinum og vandamönnum allt of lengi. Svo þú mátt alveg ignora þetta ókurteislega komment.
æ, var þetta vont? kryptóníthanskarnir mínir...
Var ekki allt fullt af kvenfólki, þegar þú kemur svona fram, lætur skína í segulstálið á þer og allt?
wu hú its a live
Tónleikarnir voru ein heil sælustund frá upphafi til enda og hugmyndaríkidæmi í hverjum hljóm og skala! Mein Yamaha Flügel steht immer da bereit! Frábært kvöld!!
Þýskumælandi stúlka með flygil. Reikni nú hver sem betur getur hvernig þetta endar...
Sammála um að þú hefðir alveg mátt láta vita af tónleikunum. Það væri gaman að vita hvort þú hafir lært eitthvað í þessum skóla
Það LIFIR ! Nú vantar mig áfallahjálp.
Ég er feiminn lesandi og þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa en ég var á tónleikunum og vildi þakka fyrir mig. Ég vissi ekki að þú værir að spila en þekkti þig strax og ég sá þig. Þú ert frábær píanóleikari og miklu sætari en á myndum af þér :-). Takk fyrir skemmtunina!
Opna buxnaklaufin er að svínvirka!
Sex sells. Hvað getur maður sagt? Til hamingju með tónleikana.
Dúd. Hljómar frábærlega. You rock! Eh....eða.....You Jazz! Shine on you crazy dimond
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin