Vefunartíð

2. apríl 2006

Jæja, það er löngu tímabært að taka þennan vef í gegn - maður verður að hafa eitthvað að dútla við á meðan maður hlustar á alla þessa tónlist. Ég ætla að fylgja fastmótuðu og vel skilgreindu verkferli og ráða verkefnisstjóra frá IMG Gallup til að fylgja verkinu eftir. Ekkert gaman að forrita ef maður getur ekki haldið vikulega stöðufundi.

Ég ætla að byrja á tjáskiptakerfinu. Hér er það sem ég ætla að gera til að byrja með skv. þarfagreiningunni, þið kannski sparkið í mig ef þið eruð með góðar hugmyndir til viðbótar.

  • Tjáskiptin muni upplýsingar um notendur sem skrifa
  • Stuðningur við nokkur einföld HTML-tög
  • Myndir af þeim sem skrifa (notendur geta sett þær inn sjálfir)
  • Fallegra og læsilegra viðmót (mig langar að byggja það á útliti iChat)
  • Skapbrigðasvipstáknmyndir (eða hvað sem broskallar heita nú á íslensku)
  • Tilkynning í tölvupósti til þeirra sem hafa þegar skrifað við færslu þegar svar er sett inn (valkvæmt)
  • Meiri upplýsingar við hverja færslu á forsíðunni, um hvenær nýjasta svar var sent inn og af hverjum
  • Betri stuðningur við dverga

Svo fæ ég Önnu til að halda fyrir mig ribbon cutting ceremony þegar allt er tilbúið.


Tjáskipti

Harpa

Ég er líka ógissla góð í að halda á skærapúðanum. Var í æfingabúðum síðustu í viku. Bara svo þú vitir það. Svo kann ég líka að taka upp vídjó á myndavél ;-)

Sveinbjörn

Ha? Ertu að segja mér að þú ætlir ekki að bæta við fídus þar sem menn geta sett inn sín eigin stock-chart, weather reporting AJAX modules og RSS feeds? Hugi, hvers konar feature-asceiticism er í gangi hjá þér?

Kalli

Elsku besti Hugi minn. Þetta hljómar allt frábærlega nema eitt: iChat parturinn. Nema auðvitað að þú takir það góða úr iChat og hendir því slæma. Slæma lesist sem Brushed Metal. Útrýmum Brushed Metal fyrir 2007! (Lesist: Leopard á þessu ári og án alls Brushed Metal)

Hugi

Sveinbjörn, hvernig gat ég gleymt þessu, frábærar hugmyndir, nota þær allar ;-). Og AJAX á nú örugglega eftir að koma talsvert við sögu. Og Kalli, þetta segi ég aðeins einu sinni: Aldrei væna mig aftur um að ætla að nota þann óskeinda þarm viðmótsheimsins sem Brushed Metal er. Hefurðu _ekkert_ álit á mér? Lesning dagsins: http://daringfireball.net/2005/09/anthropomorphized http://daringfireball.net/2006/01/brushed_metal

Lindablinda

Þar sem ég hef ekkert til málanna að leggja þar sem að ég veit greinilega EKKERT um tölvur, tek ég að sjálfsögðu að mér hlutverk mitt sem klappstýra og stend bara á hliðarlínunni og æpi: "H-U-G-I- um leið og ég leik stafina með líkamanum.

Hugi

Harpa, ég legg hérmeð inn þjónustupöntun. Áttu svona flauelspúða með gulldúskum eða þarf ég að útvega hann sjálfur? Linda, mér líst vel á það. Spurning hvort ég get leigt þig til að taka með og kynna mig þegar ég er að fara á fundi?

DonPedro

Ég skal halda opnunarræðu á Swenglish til að laða að skandínavíska stofnfjárfesta. Þér að kostnaðarlausu.

Kibba

Verður nekt einhvers staðar í þessu ferli?

Lindablinda

Að sjálfsögðu Hugi, minn er heiðurinn og skiptir þá engu hvort allir eru berir eður ei. ÉG mun hins vegar ávallt klæðast gömlum sokk. Leigugjald á mér er einnig sanngjarnt - Eitt stykki vel virkandi tölva. Má ekki vera frá Nígeríu.

Hugi

Já, já, já. Swenglish-ræða mundi ljá þessu alþjóðlegt yfirbragð. Ég er orðinn verulega spenntur fyrir þessu, Naked Swenglish Ribbon Cutting með klappstýrum, ó beibí.

Stefán Arason

Er ekki líka spurning um að þú fáir þér (eða notir þá sem þú átt) svona geirvörtu dúska, Hugi? Svona í stíl við púðann. Þetta var mitt innlegg. Mér finnst annars þetta tjáskiptaform barasta alveg ágætt og virkar með besta móti. Allavegann er þetta eitt mest notaða tjáskiptakerfi Íslands.

Hugi

Jújú, dúskar allsstaðar þar sem mögulegt er. En er þetta ekki málið? http://hugi.karlmenn.is/stuff/

Óskar

Glæsilegt. Svo væri ekki verra ef tjáskiptaglugginn myndi eftur manni þannig að maður þyrfti ekki að hamra allar upplýsingarnar í hvert skipti!

Hugi

Óskar, takk, það er fyrsti liðurinn á listanum :-). En það er aldrei hægt að nefna góðan hlut of oft.

Sveinbjörn

Heyrðu, þetta lítur bara vel út þarna á /stuff/

anna

Ég er búin að fá Perluna svo það er eins gott fyrir þig að hamra á þeim hjá Gallup svo þetta verði búið á réttum tíma!!!

Kalli

Ég var fullur vantrúar að þú myndir fara alla leið í þessu máli. Gleður mig að ég hafði ekki rangt fyrir mér. Eins fjarlægur og möguleikinn var er hann of hryllilegur til að minnast ekki á hann.

Hugi

Ekki alla leið? Ég fer nú ekki að hætta við núna, veistu hvað það er erfitt er að afpanta indverska skrautfíla? Sjáumst í Perlunni eftir viku. Þetta er Perlan, Þorskaslóð 11, 415 Bolungarvík. Appelsínugula húsið á bakvið frystigeymsluna.

Kalli

Nei! Nei! Alla leið varðandi iChat. Sem sagt the whole hog. Brushed Metal innifalið. Ekkert Brushed Metal. Bara skrautfíla og Perluna.

Hugi

Engar áhyggjur, ég lofa að koma aldrei nálægt B.M. Ég mundi fyrr láta láta fleygja mér í brennandi pitt fullan af Celine Dion-klónum en nota það á vefnum mínum.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin