Ég hlustaði á útvarpið meðan ég böðlaðist í gegnum snjóinn á leiðinni í vinnuna í morgun og tvisvar heyrði ég auglýsingu frá verslun sem kallaði sig "fjölbreyttustu lágvöruverslunina".
Ég er ekki alveg að fatta. Nákvæmlega hversu lág þarf vara að vera til að vera lágvara? Og hversvegna er eftirsóknarverðara að vera með lágvöru en hávöru?
Dvergar stjórna heiminum.
Ekki bara dvergar, heldur málhaltir. Getur einhver sagt lágvöruverðsverslun hratt?
nei, þetta eru ekki dvergar bara hópur hálfvita sem hefur enga málvitund.
Inga Hanna. Þú segir hlutina sem ég þori ekki að segja. Orðrétt. Miss G. tek áskoruninni: LágvöruverðsverslunLágvöruverðsverslunLágvöruverðsverslun. Hah! En væri ekki nóg að segja bara "lágsverðsverslun"? Hlýtur að segja sig sjálft að verið er að bjóða lágt verð á vörum, ekki kvenfólki, þrælum eða fasteignum.
Þetta er heightism í action. Eru konur annars ekki vörur?
Og já, bytheby, það eru the Gnomes of Zurich sem stjórna heiminum og þeim finnst niðrandi að vera kallaðir dvergar.
Hehe, Gnomes of Zürich... Nú langar mig að stofna þessi samtök :). Og konur eru að sjálfsögðu vörur - hanneshólmsteinsísk hagfræði segir að við séum öll og allt vörur. Og feminismi er þá hagfræðilegt bragð sem dregur úr eftirspurn, með því að minnka framboð og skemma vöruna, og hækkar þannig verðið.
Vel orðað!
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin