Ég er búinn að sitja forviða við eldhúsborðið síðustu tvo klukkutímana og fylgjast með manni í ljótum jogginggalla grafa risastóra holu úti í garði.
Ég get ekki ímyndað mér hvað honum gengur til, vissi ekki að til stæði að fara í framkvæmdir við garðinn, en ég hef aldrei séð mann grafa af öðrum eins eldmóði. Fyrir hálftíma virtist hann örmagnast og skreið upp úr holunni og lagðist á bakkann, en þá kallaði kvenmannsrödd "haltu áfram að grafa!". Hann stökk á fætur og nú grefur hann tvöfalt hraðar en áður. Ég er hættur að sjá í hann, sé bara gusur af mold frussast upp úr holunni á þriggja sekúndna fresti.
Ég er að spá í að fara út og bjóða honum límonaði, ég hef stórar áhyggjur af honum.
Ég myndi fara varlega. Hann ætlar kannski að planta ná-grönnum....
Ég segi að færeyski rækjusalinn muni enda þarna ofan í eftir að þú ert farinn að sofa og að einhvern tíma síðsumars verði sprottið upp tómatatré í garðinum hjá þér. Hlaut að fara svo að einhver gift nágrannakonan myndi ekki standast rækjur Jude Law klónans...
þú hefur greinilega aldrei séð Daníel og Gísla grafa sínar holur hér úti í garði...
Sjís.......... tómatar með Jude Law augu!!t
Alda, ég sá glitta í andltið á skurðgröfunni áðan og ég sá ekki betur en að þetta væri rækjusölumaðurinn. Ef hann hefur lent í viðureign við eiginmann, þá hefur hann greinilega haft betur. Elín, mér verður óneitanlega hugsað til "Psycho" þegar þú segir þetta. Hvað eru þeir að grafa þarna úti í garði?
Við skulum bara orða það þannig að bæði kalk og saltpétursýra koma við sögu. Og kúbein.
Mér er ekki grunlaust um að þessi sami maður hafi haft einhver áhrif á nágranna þinn Hugi, í það minnsta virðist kona sem við báðir þekkjum hafa tekið honum vel...!!
Hún Vigdís nágranni? Nei, það held ég örugglega ekki - ég var hjá henni áðan (hún heldur að hún sé ennþá forseti, blessunin, og kallar alltaf reglulega á mig til að hlusta á ræður og ávörp) og hún vissi ekkert um rækjur né framkvæmdir í garðinum.
Fjúff, gott að það var ekki Vigdís:-)
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin