Spaugilegt með afbrigðum

17. maí 2008

Ég er ekki mikið fyrir grín og gaman, en þetta myndband er bara ansi hressandi. Eiginlega svo hressandi að að ef ég hefði legvatn væri ég búinn að missa það - hláturtárin eru búin að vera að drjúpa af hökunni á mér síðastliðinn klukkutíma svo það er kominn pollur á borðið.

Eða hugsanlega er ég bara búinn að drekka of mikið kaffi í dag... Altént - herrar mínir og frúr: Santana!

Tengdu myndböndin eru líka snilld - mæli með Clapton.


Tjáskipti

Fríða

Hugi Hugi. Þú ert viss um að þetta hafi ekki verið alvöru sorgartár? Ég legg ekki í Clapton

Kolla

Ég missti legvatnið!

Siggi Óla

Já, þetta er alger snilld. Clapton er líka flottur. Svo er dásamlegt "shreds" myndband með Slash sem enginn Guns'n Roses aðdáandi má láta fram hjá sér fara.

Hafsteinn

Hér er líka fín fingræfing http://youtube.com/watch?v=4PJ8QW4LNeE&feature=related

Fjalar

Það kom smá piss.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin