Tónleikar

16. desember 2006

Lék á píanó á djasstónleikum í fyrrakvöld í fyrsta skipti síðan... - tjah, man ekki hvenær. En það var snilld. Það jafnast ekkert á við að vera á sviði og spjalla djass við aðra tónlistarmenn.

En ég sver það, ég er að spila með börnum í þessari hljómsveit. Útdráttur úr kynningum kvöldsins:

Bassaleikari (skælbrosandi): ...en þið eruð eflaust að spá í aldursmuninn á okkur...

Hugi: Nei, það eru þau ekki að gera...

Bassaleikari: ... ég er sautján ára, en sólóistinn í næsta lagi, Hugi Þórðarson, stofnaði fyrirtæki fyrir sjö árum. Og þá kunni ég ekki einu sinni að telja upp í sjö.

Áhorfendur: Ha ha ha o.sfrv.

Hugi: Kanntu það í dag? Girtu þig ungi maður. Og farðu í klippingu. Hippi!

Semsagt: Annar bassaleikari kominn á dauðalistann. Ég þarf að fara að búa til sérstakan lista fyrir bassaleikara (er nú þegar með einn slíkan fyrir trommuleikara).


Tjáskipti

baun

svona svona, vertu nú ekki með eitthverrt ellikjaftæði hér....þú ert bráðungur og rauðhærður að auki. hefur enga ástæðu til að kvarta.

Þór

Gott svar væri: ,,Mamma þín kom við áðan með pela og til skiptanna. Þú verður að segja til hvenær þig vantar aðstoð.'' `(^_^)'

inga hanna

en það er auðvitað ekkert fyndið við það að þeir sem fæddust 1989 séu orðnir fullorðnir..

Halldór

Hmm, hverjir eru á þessum trommaralista :/

Hugi

Uss, Baun, ég hef greinilega ekki skýrt málið nógu vel. Ég er alls ekki að kvarta yfir aldri - afar sáttur við sjálfan mig, aldur, útlit, ástand meltingarfæra og allt það - eins og alltaf. Sérstaklega sáttur maður að eðlisfari sem ég er. En Inga Hanna hittir naglann á höfuðið. Það er náttúrulega hneyksli að þetta 1989-fólk sé orðið "fullorðið" og sé eitthvað að troða sér uppá dekk með okkur eðlilega fólkinu. Og ég skil raunar ekki hvers vegna stjórnvöld gera ekkert í málinu - við erum að tala um væntanlega flóðbylgju fólks sem á eftir að streyma á vinnumarkaðinn fyrr en varir og taka störf af okkur hinum, fólk sem varla talar tungumálið! Og ég bara spyr, hvað er eiginlega næst? Fólk fætt 1999 orðið fullorðið? Það verður að segja STOPP og það strax! Engar áhyggjur Halldór, þú færð að lifa. For now - en bíddu bara þar til við spilum saman :-).

Halldór

Það væri náttúrlega heví gaman að taka eina jam session með þér og Sveinbirni :D EN heyrðu - ég fæ núna alveg upp í 3 ruslpóstsendingar á mínútu frá vefsíðu þinni!! (Ég hakaði í reitinn sem lætur mann vita ef svar berst) Ekki töff

Hugi

Já, spammararnir völdu rétta daginn til að byrja - hef sloppið hingað til... Nú verður gripið til aðgerða.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin