Símsvari

3. september 2009

Ég er búinn að vera að skoða ákveðið mál í nokkra daga og held að ég geti núna loksins, eftir tugi rannsókna, hundruðir símtala, þúsundir kannana og margþætta fimmvíða gagnaúrvinnslu með gagnþverri skammrænni þelunarformúlun fullyrt að Umferðarstofa er með leiðinlegasta símsvara í heiminum.

Ef þú hringir í Umferðarstofu færðu að njóta þess að hlusta á það sem ég held að sé hvalur að syngja við undirleik nýaldartónlistar.

Það þarf að bæta úr þessu. Hið snarasta. Og ég er með nokkrar hugmyndir.


Tjáskipti

baun

MIKLU betra.

Hugi

Takk baun, það finnst mér líka! Skil ekki hvers vegna úrbótahugmyndum mínum er ítrekað hafnað.

Hugi

Hér er einn fyrir þessa sérstaklega annríku og erfiðu daga í þjónustuverinu - þegar tölvukerfið er niðri og allir sem hringja eru að springa úr stressi. <p align="center"><embed type="application/x-shockwave-flash" src="http://www.google.com/reader/ui/3247397568-audio-player.swf?audioUrl=http://hugi.karlmenn.is/Apps/WebObjects/Hugi.woa/swdocument/1000594/2.mp3" width="400" height="27" allowscriptaccess="never" quality="best" bgcolor="#ffffff" wmode="window" flashvars="playerMode=embedded" /></p>

baun

er svo meiningin, á eftir þessu, að anda þungt í símann?

Hugi

Ekki þungt, heldur undurlétt. Við viljum ná fram réttri öndun með allri þindinni, jafnvel grindarbotnsvöðvunum.

Atli Páll Hafsteinsson

Bíddu .. er ekki sá sem er með símkerfisvöldin alveg til í að henda þessu inn ? Ekkert spurja þessa pésa á þriðju.

Hugi

Hér er svo einn sem verður tekinn í notkun í ekki svo fjarlægri framtíð (er að vísu ekki viss á því hvort við megum segja frá væntanlegum skipulagsbreytingum strax, en þið fréttuð þetta þá a.m.k. fyrst hér). <p align="center"><embed type="application/x-shockwave-flash" src="http://www.google.com/reader/ui/3247397568-audio-player.swf?audioUrl=http://hugi.karlmenn.is/Apps/WebObjects/Hugi.woa/swdocument/1000596/Tron.mp3" width="400" height="27" allowscriptaccess="never" quality="best" bgcolor="#ffffff" wmode="window" flashvars="playerMode=embedded" /></p>

Atli Páll Hafsteinsson

Verst að það vantaði sexkantinn í kassan með skráningartroninum, skráningarbreytingar verða því að bíða þar til næsta IKEA skip kemur.

Ósk

Úff Hugi þú verður að setja svona aðvörun "Lesist ekki af óléttum konum í baði" Ég drukknaði næstum úr hlátri :P

hildigunnur

Tóm snilld! Um að gera að hafa þetta svo á viðeigandi tímum.

hke

Er þessi í fyrsta hljóðdæminu sá sami og talað inn á heimildarmyndir um síðari heimsstyrjöldina? Mæli með því að allar stofnanir og fyrirtæki í landinu taki upp þennan stíl. Alltaf gaman að tárast af hlátri við og við.

hke

PS. Hefur Ragnheiður Clausen breyst í vélmenni?

Hugi

Atli, við getum líka kannski notað einn þjónustutroninn í skráningar með smá endurforritun. Soffíatron er tildæmis nokkuð fjölhæfur. Ósk, ég bæti inn nýjum flokki fyrir óléttar konur í baði. Uppáhalds lesendahópurnn minn. Hildigunnur, ég er að vinna í málinu :-D. hke, nei, ég hef aldrei talað inn á seinniheimsstyrjaldarmyndbönd. En ég er farinn að íhuga alvarlega að taka það að mér. Og þetta er vissulega RagnheiðurClausentron sem er að lesa þarna. Gjörðu svo vel: <a href="http://vefthulan.is/lesa-texta/">http://vefthulan.is/lesa-texta/</a> . Ég get skemmt mér endalaust yfir þessu. En ég er nú líka frekar einfaldur.

Hugi

Við vorum annars rétt í þessu að fá í hús splunkunýjan þjónustutron af gerðinni T-101. Afgreiðir þig með breiðu brosi og glettnisglampa í auga. <p align="center"><img src="http://hugi.karlmenn.is/Apps/WebObjects/Hugi.woa/swdocument/1000597/Terminator.jpg"></p>

Lilja

bíbb bíbb bíbb. Vantar þig ekki líffræðitron bíbb bíbb?

Sveinbjörn

Mér finnst Wagner vera klárlega málið: eitthvað pompous og glorious.

Hugi

Lilja, okkur vantar því miður ekki líffræðitron, en mér skilst að fiskistofujúnit sjávarútvegsmóðurtölvunnar sé að leita að líffræðitronum. Tékkaðu á því. Sveinbjörn, Wagner kemst nálægt - en er eiginlega ekki nógu valdsmannslegur. Spurning um einhverja pípuorgelsgeðsýki eftir Messiaen kannski?

Sveinbjörn

Hvað með Imperial Marsinn úr Star Wars?

Hugi

Hahaha, það væri yndi. Ætli James Earl Jones taki að sér að lesa inn á símsvara?

Sveinbjörn

Hvernig er þetta? http://sveinbjorn.org/files/audio/umf-imp.mp3

Hugi

Ahahahah, algjör snilld :)

Ragnheiður Elín Clausen

Það er reyndar ekki mér að kenna þó talgervillinn komi ekki vel út. Það á eftir að fullvinna hann. Leiðinlegt að hafa hann svona. En hef nú lesið inn á fjölda þátta hér áður fyrr án nokkurra kvartana. Þessi talgervill tekur upp hljóðeindir og síðan eru þær settar saman einhvern veginn. En samkvæmt mínum upplýsingum var þetta sett á markað ófullklárað sem er miður fyrir mig.

Hugi

Ragnheiður, talgervillinn er raunar hreint ekki svo slæmur miðað við flesta aðra slíka, svo þú þarft nú ekki að vera mjög miður þín :).

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin