Spurningar til stjórnvalda

2. janúar 2009

Undanfarið hefur átt sér stað mikil og þörf umræða í samfélaginu um hlutverk Seðlabankans og stoðir íslensks hagkerfis - og maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort að ef peningakerfi byggð á gullforða eru með "gullfót", stendur þá íslenska hagkerfið á lambalæri? Og ef maður rakaði hárið af Davíð, mundi hann missa kraftana?

Hvað? Maður getur alveg eins spurt þessara spurninga eins og annarra - svörin við þeim eru væntanlega álíka gáfuleg og svörin sem stjórnvöld gefa við raunverulegum spurningum.


Tjáskipti

inga hanna

ég held að sá sem myndi raka hárið af Davíð myndi örugglega fá hryðjuverkalögum beitt á sig!

Hugi

Ég skal borga þér evru ef þú ferð og tékkar á því :-). Eða nei, annars - ekki taka áhættuna. Ég held að þetta dót á hausnum á honum sé hættulegra en okkur grunar. http://en.wikipedia.org/wiki/Medusa

baun

hárið á Davíð er orðið alveg slétt. tilviljun? svo segi ég bara gleðilegt ár Hugi!

Hugi

Já, alveg magnað þetta með hárið á Davíð. Hann hefur kannski ekki efni á permanetti lengur? Erfiðir tímar og svona. En já, Gleðilegt ár baun! Takk fyrir þau gömlu :-).

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin