Glaðningur

12. ágúst 2007

Við Blakkur brugðum undir okkur betra dekkinu í góða veðrinu í dag og rúntuðum aðeins um Suðurlandið með erlenda gesti.

Einn af viðkomustöðunum var Seljalandsfoss. Þegar við vorum að leggja af stað frá bílnum að fossinum tók ég eftir tveimur stelpum sem höfðu fest bílaleigubílinn sinn í malarbing rétt hjá okkur og spóluðu þar með miklum látum. Ég rölti að bílnum þeirra, opnaði dyrnar, brosti mínu blíðasta og spurði á útlensku hvort ég gæti aðstoðað. Svarið var skjannahvítt bros á fallegu andliti og feginsandvarpið "Oh, please" - svo við Blakkur sýndum herramennsku og kipptum stúlkunum úr krísunni.

Eftir að björgunaraðgerðum lauk kvaddi ég stúlkurnar og fór með gestina í göngutúr bak við fossinn, eins og maður gerir þegar maður heimsækir Seljalandsfoss. Og þegar við komum aftur að bílnum duttu mér allar dauðar lýs - óvæntur glaðningur við bílstjórahurðina.

Ég hef alltaf sagt það og segi það enn - heimurinn er pakkfullur af fallega inrættu fólki.

Hef þó ekki þorað að borða súkkulaðið ennþá - grunar að það sé fullt af einhverju nauðgunarlyfi. Glampinn í augunum á stelpunum var aðeins of augljós.


Tjáskipti

inga hanna

já voru þetta svona týpískar stelpur sem festa sig til að lokka menn að og byrla þeim svo eitthvað? þetta er víst algengt.

Hugi

Það hlaut að vera - ég er ALLTAF að lenda í þessu! Mig átti náttúrulega að fara að gruna eitthvað þegar ég rakst á sömu stelpurnar í fjórða skipti (og missi alltaf nokkra klukkutíma úr í hvert sinn).

DonPedro

Rohypnol súkkulaði - klassík.

Hugi

Og ég er viss um að Rohypnol-súkkulaði bragðast vel með Viagra-kokkteil.. http://www.zug.com/viagra/cookbook/cocktails/

Lína

Hugi, you only live once.. Lína ps. einiberjarunnadressin voru uppseld, mér var þó bent á að það væri smuga að leggja inn pöntun á: http://www.gentlemansemporium.com/mens_victorian_clothing.php pps. áttu númerið hjá þessum Rohrschach?

Hugi

Takk Lína frábær vefur! Það er verulega erfitt að finna góða pípuhatta og göngustafi með gullhnúðum í dag. Ég er búinn að gleyma símanum hjá Rorschach, Freudian slip líklega, en mæli með að þú takir próf hérna: http://www.stupidstuff.org/main/rorschach.htm

Kalli

Væri ekki viðeigandi að kalla uppskriftabók fyrir cocktaila „cockbook“? Og sérstaklega ef það eru Viagra cocktailar?

Lína

Lína, í hnotskurn Rorschachs: Diagnostic Overview: Your apparent normality conceals a hotbed of twisted desires and passions, straining to break free so you can rape and pillage at will (just like everyone else). You have an apparent mistrust of your family and friends, as well as authority figures and co-workers. Hmmmm, maybe you're not so normal after all. People who answer as you did often clip their nails obsessively. Long-Term Prognosis: You will need intensive therapy to succeed in living a normal life, however this also means you may make an excellent politician. Your answers clearly indicate you need a better wardrobe; this is often because of micro-manifestations of the id, conflicting with your unconcious mind (the one you use at work). Að "ná árangri" (succeed) í að lifa venjulegu lífi?!? Hver vill það? Pant ekki ég. Lína

baun

ég ætla að hætta að gera grín að Blakki. hann er massa kúl.

Gamli

Tekur undir með baun, -sem veit þetta best. Once you go black you dont go back! Ekki satt baun?

baun

ég er að spá í að leggja fram kæru hjá umboðsmanni bloggsíðna, vegna stórkostlegrar vanrækslu þessarar síðu

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin