Flokkar

Peru- og ferskju chutney

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 26. nóvember 2006.

starstarstarstarstar

Innihald

  • 2 laukar, smátt skornir
  • 2 tómatar, afhýddir og skornir í báta
  • 2 ferskjur, gróft saxaðar
  • 2 perur, gróft saxaðar
  • 1 rauð paprika, fínt söxuð
  • 2 græn chili-aldin, fínt söxuð
  • 100ml hvítvínsedik
  • 100g sykur
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk negull

Aðferð

  1. Blanda öllu saman í stóran pott.
  2. Láta malla í opnum potti í 1 klst
  3. Taka helminginn af sósunni, setja í blandara og mauka.
  4. Blanda saman maukaða hlutanum og þeim ómaukaða

Fínt að nota mangó í staðinn fyrir ferskjurnar.


Umsagnir


Hugi Þórðarson starstarstarstarstar
2006-11-26T15:49:20
Bý þetta eiginlega alltaf til þegar ég er með indverskan mat. En þetta er líka gott með hverju sem er, jafnvel bara eitt og sér út á brauð.