Eplaísseftirréttur
Logi Helgu sendi þessa uppskrift inn 3. desember 2006.
Innihald
- 100 gr. hveiti
- 100 gr. sykur
- 100 gr. smjörlíki, mjúkt
- 3 rauð epli
- 2 toblerone
- Kanilsykur
- Ís, eftir þörfum
Aðferð
- Epli skorin í bita og sett í smurt eldfast mót
- Hveiti, sykur og smjörlíki blandað saman og sett yfir eplin
- Val af kanilsykri stráð yfir
- Toblerone bitað niður og stráð yfir
- Eldað í ofni við 200 gráður þangað til orðið gullbrúnt
- Borið fram með ís
Umsagnir
Engar umsagnir