Lambakjöt - marinerað
Hildur Þórðardóttir sendi þessa uppskrift inn 5. mars 2010.
Innihald
- Lambakjötsbitar sem þér finnst bestir, u.þ.b.1 kg
- Smjör til steikingar
- Marinering:
- 3 flöskur pilsner
- 3 msk. sykur
- 3 msk. edik
- 1 laukur í sneiðum
- 7 svört piparkorn
- 7 kramin hvít piparkorn
- 2 lárviðarlauf
- 1-2 msk. einiber (má sleppa)
Aðferð
- Sýrunni blandað saman og kjötið sett út í
- Látið standa einn dag við stofuhita og 2-5 daga í kæli
- Snúið af og til
- Þurrkið kjötið með eldhúsrúllu fyrir steikingu
- Steikt á pönnu í smjöri og saltað
- 3 dl. af sýrunni hellt yfir, auk 2-3 dl. af vatni
- Látið krauma í 1,5 klst.
Umsagnir
Engar umsagnir