Flokkar

Piparkökur að austan

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 7. júlí 2007.

Ljúffengar piparkökur, fjölskylduuppskriftin frá mömmu. Er líklega búinn að innbyrða allnokkra tugi kílóa af þeim um ævina.

Innihald

  • 500g hveiti
  • 250g sykur
  • 180g smjörlíki
  • 4tsk kanill
  • 2tsk negull
  • 4msk síróp
  • 2tsk natron
  • 2tsk engifer
  • 1/2 bolli mjólk

Aðferð

  1. Blandið innihaldsefnunum saman í hrærivél. Sé hrærivél ekki til staðar má nudda mjúkt smjörlíkið saman við hveitið, blanda svo hinum þurrefnunum saman við og að lokum sírópi og mjólk.
  2. Bakið við 200°C í ca. 10 mínútur.

Umsagnir

Engar umsagnir