Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 26. nóvember 2006.
Innihald
Blanda af nautahakki og svínahakki
1 laukur, smátt saxaður
1 hnefi haframjöl
Kartöflumjöl
1 egg
Salt
Pipar
Aðferð
Allt það heila hakkað saman.
Bollur búnar til og steiktar á pönnu.
Bollurnar soðnar ásamt hvítkáli.
Sósa gerð með því að hrista saman hveiti, soð, kjötkraft, mjólk, salt og pipar. Það er líka hægt að bæta dágóðum slatta af paprikudufti saman við til að gera svikinn héra.