Flokkar

Svínalundir og parmaskinka

Logi Helgu sendi þessa uppskrift inn 25. júlí 2007.

Innihald

  • 1 svínalund
  • 1 pk parmaskinka
  • 1 pk sveppir
  • Matreiðslurjómi
  • Pipar (helst nýmalaður)
  • Sósujafnari, ef þarf
  • Kraftur (grænmetis og/eða kjöt)

Aðferð

  1. Skerið lundina í u.þ.b. 2 - 3 cm breiða bita.
  2. Fletjið bitana út með hnefanum í þunnar sneiðar c.a. lófa stórar (ekki nota kjöthamar, hann skemmir kjötið).
  3. Piprið sneiðarnar eftir smekk.
  4. Leggið skinkusneiðarnar á kjötið og nælið fast með tannstöngli.
  5. Sneiðið sveppina í þunnar sneiðar.
  6. Setjið olíu á pönnuna og hitið.
  7. Steikið kjötið fyrst á skinkuhliðinni og snúið því við þegar að skinkan hefur fengið lit og er orðin stökk.
  8. Snúið kjötinu við og klárið steikinguna (ath. svínakjöt á að gegnumsteikja).
  9. Þegar kjötið er fullsteikt takið það af pönnunni og leggið til hliðar og haldið heitu.
  10. Setjið sveppina á pönnuna, bætið við olíu ef þarf og steikið þá uns þeir verða mjúkir.
  11. Hellið loks rjómanum samanvið og sjóðið örlítið niður.
  12. Smakkið til og bætið kjötkrafti og/eða grænmetiskrafti ef þarf.
  13. Athugið að parmaskinka er í eðli sínu mjög sölt svo mjög ólíklegt er að rétturinn þarfnist söltunar.
  14. Þykkið sósuna ef þörf krefur og leggið svo sneiðarnar í sósuna og mallið við lágan hita í skamma stund.
  15. Upplagt er að reiða fram heimabakað hvítlauksbrauð og salat hússins með þessum rétti.

Hráefni fyrir u.þ.b. 4 fer eftir græðgi ;)


Umsagnir

Engar umsagnir