Flokkar

Páskalamb

Logi Helgu sendi þessa uppskrift inn 1. desember 2006.

Lýsing

Lambalæri m/fyllingu og hjúp.

Innihald

  • Lambalæri
  • Hvítlaukur eftir smekk( nokkrir geirar )
  • 1 dl. hvítvín( má nota vatn )
  • súpukraftur (í sósuna)

Fylling

  • 400 gr. sveppir, sneiddir
  • 50 gr. smjör
  • 1.5 msk. timian
  • 1.5 msk. steinselja
  • 1 stór laukur, saxaður
  • 5 msk. ókrydduð brauðmylsna

Hjúpur

  • 100 gr. smjör
  • 100 gr. parmesanostur, rifinn

Aðferð

  1. Hita ofninn í 175°C
  2. Bræðið smjörið í potti
  3. Blandið saman hjúpinn
  4. Stinga hníf í lærið á nokkrum/mörgum stöðum og setja hvítlauksrif í.
  5. Pennsla lærið með smjöri og setja í steikingarpott með 1 dl hvítvíni og súpukraft.
  6. Steikja í 1 klst fyrir hvert kíló.
  7. Láta sveppi, lauk, timian og steinselju krauma í smjöri í 5-6 mín (þar til meirt).
  8. Taka pönnuna af hitanum og blanda brauðmylsnu út í.
  9. Kjötið tekið úr pottinum og soði hellt í pott, skola steikingarpottinn með örliltlu vatni og hella saman við soðið.
  10. Skera raufar á ská í kjötið með 2 cm bili niður að beini.
  11. Setja fyllinguna í skorningana og smyrjið hjúp yfir, (ágætt að hafa hjúpinn svolítið volgann svo auðveldara er að smyrja honum yfir. Aukafyllingu hnoða ég saman og set í steikingapottinn og hjúpa).
  12. Sett aftur í ofninn í 10-15 mín.
  13. Á meðan er sósan smökkuð til með víni og súpukrafti og þykkjuð (t.d. með rjóma ).

Umsagnir

Engar umsagnir