Kartöflugratín með hvítlauk
Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 26. nóvember 2006.
Innihald
- 1 kíló kartöflur, afhýddar og niðursneiddar
- 200g rifinn Gouda ostur
- 50g smjör
- 5 hvítlauksrif, pressuð
- 4dl rjómi
- salt
- pipar
Aðferð
- Smurðu eldfast mót með smá smjöri. Raðaðu kartöflunum og ca. helmingnum af rifna ostinum í lög í mótið, endaðu á kartöflum.
- Bræddu smjörið og pressaðu hvítlaukinn út í það. Helltu yfir kartöflurnar.
- Blandaðu saltinu og piparnum við rjómann og helltu yfir kartöflurnar. Dreifðu afganginum af ostinum jafnt yfir.
- Bakist við 180°C í 75 mínútur.
Umsagnir
Engar umsagnir