Holl, gott og tekur ekki nema korter að elda. Fyrir mitt leyti hin fullkomni piparsveinsmatur.
Innihald
- Tvær kjúklingabringur
- Kínakál
- Kirsuberjatómatar eða tómatar
- Jarðarber
- Cantaloupe-melóna
- Rauðlaukur
- Rifinn ferskur engifer
- Furuhnetur
- Tandoori-krydd
- Maldon-salt
Aðferð
- Skerið grænmetið, ávextina og engiferinn smátt og blandið saman í skál
- Skerið kjúklingabringurnar í litla tenginga
- Steikið bringurnar í tandoori-kryddinu og bætið við salti (kryddið eftir smekk)
- Takið kjúklinginn af pönnunni og ristið furuhneturnar
- Setjið kjúklinginn og hneturnar yfir salatið
Það er hægt að breyta og bæta þessa uppskrift endalaust.
Gott að bera fram með góðu brauði og pestói.