Flokkar

Kjúklingasalat

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 21. júlí 2007.

Holl, gott og tekur ekki nema korter að elda. Fyrir mitt leyti hin fullkomni piparsveinsmatur.

Innihald

  • Tvær kjúklingabringur
  • Kínakál
  • Kirsuberjatómatar eða tómatar
  • Jarðarber
  • Cantaloupe-melóna
  • Rauðlaukur
  • Rifinn ferskur engifer
  • Furuhnetur
  • Tandoori-krydd
  • Maldon-salt

Aðferð

  1. Skerið grænmetið, ávextina og engiferinn smátt og blandið saman í skál
  2. Skerið kjúklingabringurnar í litla tenginga
  3. Steikið bringurnar í tandoori-kryddinu og bætið við salti (kryddið eftir smekk)
  4. Takið kjúklinginn af pönnunni og ristið furuhneturnar
  5. Setjið kjúklinginn og hneturnar yfir salatið

Það er hægt að breyta og bæta þessa uppskrift endalaust.
Gott að bera fram með góðu brauði og pestói.


Umsagnir

Engar umsagnir