Einföld og fljótleg uppskrift að Rogan Josh-lambi. Fullkomið fyrir lambakjötsafgangana.
Innihald
- 700g lambakjöt, hrátt eða eldað (skorið í teninga)
- 1 stór laukur (smátt skorinn)
- 1 dós jógúrt
- 3 hvítlauksrif (marin)
- 2tsk engiferrót (rifin)
- 2tsk kúmín (malað)
- 2tsk kóríander (malað)
- 2tsk Chili-duft (malað)
- 1tsk túrmerik (malað)
- 1tsk Kardimommur (malaðar)
- 1tsk garam masala
- ½ tsk negull (malaður)
- 1 dós tómatar (saxaðir)
- Ólífuolía
- Salt
Aðferð
- Hitið laukinn í ólífuolíunni þar til hann er vel mjúkur
- Blandið jógúrtinni saman við laukinn
- Blandið öllu kryddinu saman við og hrærið vel saman
- Bætið tómötunum út í. Þetta er líka góður tímapunktur til að smakka sósuna til með salti
- Bætið lambakjötinu út í sósuna og hrærið vel saman við
- Sjóðið í um klukkutíma við lágan hita í lokuðum potti, þar til sósan er orðin að mauki.
- Bætið Garam Masala-kryddinu út í rétt áður en rétturinn er borinn fram
Berið fram með naan-brauði og hrísgrjónum.
Ef notað er hrátt lambakjöt er gott að brúna það aðeins á pönnu fyrir notkun