Flokkar

Lamb Rogan Josh

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 24. janúar 2010.

Einföld og fljótleg uppskrift að Rogan Josh-lambi. Fullkomið fyrir lambakjötsafgangana.

Innihald

  • 700g lambakjöt, hrátt eða eldað (skorið í teninga)
  • 1 stór laukur (smátt skorinn)
  • 1 dós jógúrt
  • 3 hvítlauksrif (marin)
  • 2tsk engiferrót (rifin)
  • 2tsk kúmín (malað)
  • 2tsk kóríander (malað)
  • 2tsk Chili-duft (malað)
  • 1tsk túrmerik (malað)
  • 1tsk Kardimommur (malaðar)
  • 1tsk garam masala
  • ½ tsk negull (malaður)
  • 1 dós tómatar (saxaðir)
  • Ólífuolía
  • Salt

Aðferð

  1. Hitið laukinn í ólífuolíunni þar til hann er vel mjúkur
  2. Blandið jógúrtinni saman við laukinn
  3. Blandið öllu kryddinu saman við og hrærið vel saman
  4. Bætið tómötunum út í. Þetta er líka góður tímapunktur til að smakka sósuna til með salti
  5. Bætið lambakjötinu út í sósuna og hrærið vel saman við
  6. Sjóðið í um klukkutíma við lágan hita í lokuðum potti, þar til sósan er orðin að mauki.
  7. Bætið Garam Masala-kryddinu út í rétt áður en rétturinn er borinn fram

Berið fram með naan-brauði og hrísgrjónum.
Ef notað er hrátt lambakjöt er gott að brúna það aðeins á pönnu fyrir notkun


Umsagnir

Engar umsagnir