Flokkar

Skötuselur í ofni nom nom

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 13. september 2008.

starstarstarstarstar

Beikon, rjómi og skötuselur. Ég held ég þurfi ekki að segja meira.

Innihald

  • Skötuselur
  • Beikon
  • Rauðlaukur
  • Hvítlaukur
  • Engifer
  • Baunaspírur
  • Kartöflur
  • Rjómi
  • Tómatkraftur
  • Svartur pipar
  • salt
  • Gratínostur

Aðferð

  1. Saxið lauk, baunaspírur, rauðlauk og hvítlauk smátt og blandið samaman.
  2. Skerið steinbítsflökin í strimla og vefjið beikoninu utan um strimlana.
  3. Saxið kartöflurnar í tenginga á stærð við teninga.
  4. Setjið allt í eldfast mót.
  5. Blandið saman rjóma, tómatkrafti og kryddi og hellið yfir.
  6. Stráið ostinum yfir af alúð og nærgætni.
  7. Bakið í 30 mínútur við 180°C.

Berist fram með hvítlauksbrauði.


Umsagnir


Ósk Gunnlaugsdóttir starstarstarstarstar
2008-09-18T17:46:52
Þetta er lúmskt rosalegagott. *om nom nom nom nom*