Flokkar

Heit brauðterta

Íris Hlín sendi þessa uppskrift inn 12. janúar 2007.

starstarstarstar

Innihald

  • 250 gr. beikonostur
  • 4 msk. sýrður rjómi
  • rauð paprika, smátt skorin
  • 1/3 blaðlaukur (hvíti hlutinn, smátt skorinn)
  • 1/4 dós ananaskurl með safanum
  • 100 gr. sveppir (ferskir eða úr dós)
  • Ostur (í sneiðum)
  • Salt
  • Pipar
  • Aromat (má nota season-all)
  • Cayenne-pipar

Aðferð

  1. Beikonosti, sýrðum rjóma, papriku, blaðlauk, ananas og sveppum blandað saman.
  2. Blandan krydduð með salti, pipar, aromati og Cayenne-pipar.
  3. Smurt inn í brauðtertu. Osturinn settur yfir og kryddað með aromati.
  4. Bakað í 30 mín. við 150° C.

Má hafa annan ost en beikonostinn, t.d rækjuost og þá eru jafnvel líka notaðar rækjur.


Umsagnir


Hugi Þórðarson starstarstarstar
2007-01-12T11:27:43
Algjör snilld, mæli með henni!