Flokkar

Pasta með hvítlauk

Einar Magnús sendi þessa uppskrift inn 24. október 2008.

Innihald

  • 400g vel valið spaghettí
  • 1 heill hvítlaukur
  • Jómfrúrólífuolía
  • 2 búnt smátt söxuð steinselja
  • Parmesan
  • Salt
  • Pipar

Aðferð

  1. Sjóðið spaghettíið í ca. 8 mínútur (eða þar til það er "al dente", gleymið ekki að salta vatnið.
  2. Setjið vel af ólífuolíu á pönnu og látið hvítlaukinn krauma í henni. Gætið þess að hann brúnist ekki, þá er hann ofsteiktur.
  3. Kryddið laukinn á pönnunni með sterkri piparblöndu og salti.
  4. Setjið pastað í stóra skál og hellið hvítlauksolíublöndunni yfir ásamt steinseljunni og blandið vel.
  5. Kryddið með piparblöndu og salti eftir smekk.
  6. Raspið góðan parmesan yfir.

Umsagnir

Engar umsagnir