Flokkar

Ris a la mande

Logi Helgu sendi þessa uppskrift inn 23. desember 2006.

starstarstar

Möndlugrautur fyrir 4, tilvalinn um jólin.

Innihald

  • 85 gr. grautargrjón( eða hrísgrjón)
  • 0,5 dl. vatn
  • 1,25 l. mjólk
  • 1 matskeið sykur
  • 3 tsk. vanillusykur
  • 50 gr. hakkaðar möndlur
  • 2 dl. þeyttur rjómi

Aðferð

  1. Setjið grjónin í pott og bleytið í þeim með vatninu
  2. Sjóðið og bætið mjólk útí eftir þörfum
  3. Kælið grautinn
  4. Blandið hökkuðu möndlunum, sykri, vanillusykri og þeytta rjómanum út í (smakkist til)


Umsagnir


Logi Helgu starstarstar

Ekki má gleyma kirsuberjasósunni ;)