Flokkar

Brauðstangir

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 26. nóvember 2006.

starstarstarstar

Innihald

  • 3dl volgt vatn
  • 50g sykur
  • Hálfur pakki af þurrger
  • Smá salt
  • 1/2 dl ólífuolía
  • 550g hveiti
  • 50g sesamfræ

Aðferð

  1. Blandaðu sykrinum, gerinu og saltinu í vatnið og leyfðu að standa í ca. 10 mínútur. Bættu svo olíunni útí.
  2. Blandaðu hveitinu og sesamfræjunum saman og blandaðu við blautefnin.
  3. Hnoðaðu deig úr ölli saman, rúllið upp í stangir og bakið við 180°C í 15-20 mínútur.

Umsagnir


Hugi Þórðarson starstarstarstar
2006-11-26T19:31:18
Nokkuð góðar brauðstangir, geri þær oft þegar ég hef lítinn tíma, maður er ekki nema tæpan hálftíma að henda saman deiginu og baka. Líka gott að strá yfir þær parmesan áður en maður bakar þær.