Eplakaka
Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 11. nóvember 2006.
Innihald
- 4 stór epli, flysjuð og skorin í bita
- 100g púðursykur
- 50g bráðið smjör
- 1tsk kanill
- 1tsk þurrkaður engifer
- 125 gr. brauðmylsna (t.d. bruður eða tvíbökur)
- 3msk vatn
Aðferð
- Blanda öllu vel saman, setja í eldfast mót og baka undir álpappír í 40 við 180 °C (tekur álpappírinn af síðustu tíu mínúturnar)
Umsagnir
Engar umsagnir