Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 5. október 2008.
Þessi uppskrift varð til fyrir slys. En þær eru svo góðar að þær eru líklega ólöglegar. Bara passa sig að vera með insúlínsprautuna nálægt.
Það má alveg sleppa karamellunum til að draga úr líkunum á blóðsykurstengdum heilaskemmdum.
Líka allt í lagi að setja þá heslihnetur í staðinn til að fá smá fjölbreytni til viðbótar við sykurbragðið.
Ósk Gunnlaugsdóttir
2008-10-09T00:06:07
Einnig hægt að flokka karamellurnar í kakó, rjóma og lakkrís og svo skipta deiginu í þrennt og blanda karamellum útí.
Þá eru komnar þrjár sortir :)