Flokkar

Bananabrauð

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 11. nóvember 2006.

starstarstarstar

Innihald

  • 250g hveiti
  • 1 tsk. matarsódi
  • 1/2 tsk. salt
  • 110g mjúkt smjör (ekki beint úr ísskápnum)
  • 110g púðursykur
  • 2 egg, léttþeytt
  • 500g bananar (þyngd án hýðisins)
  • 1 bolli af dökkum súkkulaðibitum veldur ekki skaða

Aðferð

  1. Maukaðu saman með höndunum púðursykurinn og smjörið í hrærivélarskál og blandaðu svo eggjunum og banönunum saman við.
  2. Blanda hveitinu rólega saman við, svo matarsódanum og saltinu.
  3. Sett í jólakökuform, og látið bakast við 175°C í rúman klukkutíma.

Umsagnir


Hugi Þórðarson starstarstarstar
2006-11-26T19:45:20
Afskaplega gott. Gott að vera með þeyttan rjóma eða ís með. Sérstaklega ís. Mmmmmmmh..