Flokkar

Súpa með púrru og kartöflum (Vichyssoise)

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 26. nóvember 2006.

starstarstar

Innihald

  • 2 púrrur, saxaðar
  • 1 laukur, saxaður
  • 50g smjör
  • 1 bolli þunnt sneiddar kartöflur
  • 7dl kjúklingasoð
  • Salt
  • Grófmalaður svartur pipar
  • Rjómi (valkvæmur)

Aðferð

  1. Steikið púrruna og laukinn í smjörinu þar til þau eru orðin mjúk (ekki brúna).
  2. Bætið kjúklingasoðinu og kartöflunum í pottinn, salt og pipar eftir smekk og sjóðið rólega í um 30 mínútur.
  3. Maukið súpuna í matvinnsluvél

Súpuna má bera fram kalda eða heita. Rjómanum er bætt í rétt áður en súpan er borin fram.


Umsagnir


Inga Hanna Guðmundsdóttir starstarstar
2006-12-06T22:24:13
þessi súpa fékk að vera í kvöldmatinn - með örlitlum varíöntum. smjör breyttist í olíu og rjómi í fjörmjólk. ég vissi ekki alveg á hverju ég ætti að eiga von miðað við innihaldið og var næstum hissa þegar hún reyndist mjög góð! á örugglega eftir að elda hana aftur. mæli með henni.

Inga Hanna Guðmundsdóttir starstarstar
2006-12-07T08:35:04
gleymdi.. setti reyndar grænmetissoð í stað kjúklinga vegna persónulegra dynta!