Flokkar

Spaghetti carbonara

Hildur Þórðardóttir sendi þessa uppskrift inn 3. mars 2010.

Tilbúið á 20 mínútum
Fyrir 4

Innihald

  • 250 gr. spaghetti
  • 4 egg
  • 185 ml. matreiðslurjómi
  • 6-8 sneiðar niðurskorin skinka
  • 2 msk. niðurskorinn graslaukur (má sleppa)
  • Slatti af parmesan-osti
  • Svartur pipar

Aðferð

  1. Hitið grillið í ofninum á meðalhita
  2. Sjóðið pastað
  3. Handhrærið eggin og rjómann saman í skál, bætið skinkunni, graslauknum og svolitlu af ostinum út í. Piprið.
  4. Hellið vatninu af pastanu og setjið aftur í pottinn en takið af hellunni eða hafið mjög lágan hita. Bætið rjómablöndunni saman við og hrærið vel. Blandan má ekki kekkjast, þ.e. eggin mega í rauninni ekki eldast!
  5. Smyrjið eldfast mót. Setjið pastað í og stráið osti yfir. Sett undir grillið í nokkrar mínútur eða þar til osturinn dökknar aðeins.

Umsagnir

Engar umsagnir