Flokkar

Súkkulaðispörð

Ósk Gunnlaugsdóttir sendi þessa uppskrift inn 29. desember 2009.

Ljúffeng súkkulaðispörð eftir hverju nefi.

Innihald

  • 500 gr súkkulaði (því betra því betra)
  • 1 peli af rjóma (250 ml)
  • Slurkur af koníaki (því betra því betra) nú eða
  • Haugur af piparmintudropum, nærri flaskan
  • já eða bara það sem gott þykir

Aðferð

  1. Saxið súkkulaðið smátt og hendið í dall
  2. Hitið rjómann að suðu og hellið yfir súkkulaðið
  3. Hrærið í graut og setjið útí bragðefni
  4. Smakka!
  5. Súkklaðimassinn látinn kólna í kæliskáp í 4-6 klukkustundir
  6. Þá er að hnoða passlegar kúlur og velta upp úr kakó (V.S.O.P. Spörð) eða flórsykri (Mintu Spörð) eða bara spæni eða svona kuski úr dollu í búðinni ef vill.

Um það bil 100 spörð úr hverri lögun, fer eftir sparðastærð.


Umsagnir

Engar umsagnir