Lasagna með engifer, hvítlauk og chili
Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 18. september 2008.
Einfalt, fljótlegt og bragðmikið lasagna.
Innihald
- 400g nautahakk
- 2 dósir maukaðir niðursoðnir tómatar
- 1 dós tómatkraftur
- 1 stór laukur, saxaður
- 1 bréf gott salami álegg (ca. 150g), smátt saxað
- 1 rauð paprika, smátt söxuð
- 4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
- 1 chili aldin, smátt saxað
- 3msk saxaður engifer
- Ólífuolía
- Svartur pipar
- Salt
- Lasagna-plötur
- 200g rifinn gouda-ostur
- 50g rifinn parmesan-ostur (má sleppa, en er muuun betra með honum)
- 200g kotasæla
Aðferð
- Hitið í olíunni lauk, salami, papriku, hvítlauk, chili og engifer þar til laukurinn er orðinn glær.
- Takið laukblönduna til hliðar á pönnunni, brúnið hakkið og blandið því svo saman við.
- Bætið tómötunum og tómatkraftinum útí og blandið vel.
- Látið blönduna krauma á pönnunni við lágan hita í a.m.k. 30 mínútur, smakkið reglulega til með salti og pipar
- Takið fram eldfast mót. Setjið til skiptis kjötsósu og lasagnaplötur (byrjið og endið á kjötsósu).
- Þekið með Gouda osti, og svo parmesan-osti.
- Bakið í 40 mínútur við 180°C (eða þar til osturinn er fallega brúnn).
Umsagnir
Ósk Gunnlaugsdóttir
2008-09-18T17:45:06
Mjög gott lasagna, mæli með því að vera ekki með heigulshátt við Chiliið.
*om nom nom nom*